Tuesday, March 15, 2005

El Indio brást ekki!

Á sunnudaginn héldum vìd á markadinn á Plaza Dorrego. Thar idadi allt af lífi thegar vid komum thangad og eftir ad hafa rolt adeins um sýndu Hany og Bryndís okkur hvar El Indio héldi sig. Eins og vid var ad búast heilladi hann alla baedi sem persóna og dansari. Vid fylgdust med honum dansa thrjá dansa vid domuna sína og inn á milli dansanna var hann med fyrirlestra um naudsyn thess ad tala saman og dansa (og lesa baekur) i stad thess ad gleyma sér fyrir framan tolvur og sjónvarp. Thegar hann tók sér hlé fórum vid hjónin á veitingastad og fengum okkur snarl en héldum svo aftur á markadinn. Addráttarafl El Indio er mikid thví ádur en vid vissum vorum aftur komin á hornid hans. Thar hljómadi tangótónlistin og hópur áhorfenda stód og hlustadi og fylgdust med El Indio og stúlkunni hans. En thau voru ekki ad dansa heldur sátu á stólum í nokkurri fjarlaegd hvort frá odru nidursokkin í bóklestur!

Vid roltum sídan af Plaza Dorrego nidur á Plaza de Mayo, med vidkomu á ýmsum hlidarmorkudum. Eftir thví sem vid fjarlaegdumst Pl. D. virtist okkur munirnir sem voru til solu verda betri. Á sídustu hlidargotunni voru margir fínir munir. Thar keyptum vid belti o.fl.

Svo var haldid á elsta kaffihús borgarinnar, Café Tortoni. Thad var frábaert, thangad forum vid aftur!

Um kvoldid fór hópurinn á El Beso (Kossinn), til ad dansa og horfa á El Pájaro (Fuglinn) dansa tango og milonga. El Pájaro var flottur eins og vid var ad búast, vid hofdum séd hann dansa í Sitges s.l. sumar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home