Sunday, October 20, 2013

Vetrarfrí

Í dag er sunnudagur og notalegt að vera heima enda vetrarfrí í Klettaskóla, sem hófst sl. föstudag og stendur til miðvikudags.  S. l. fimmtudag komu systurnar Fríða María og Sóley Stella í heimsókn og Fríða María ákvað svo að gista hjá afa og ömmu. Við Stella fórum á El Cramo á föstudagskvöldi, eins og venjulega. Í gær hringdi Fríða María og spurði hvort hún mætti koma og baka pönnukökur með afa. Það var auðfengið og skömmu síðar birtust þær mæðgur og baksturinn hófst. Sóley Stella er að taka afa í sátt en hún hefur verið dálítið hrædd við til þessa! Um kvöldið fórum við Stella í Háskólabíó og sáum Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson, góð kvikmynd.´Dimma hefur gist hér frá fimmtudegi og ég er nýkominn úr gönguferð með henni á meðan Stella fór í sund.  Seinna í dag förum við í kaffi til Sigríðar Óskar í Blikaási.

Monday, July 21, 2008

Dansad á ströndinni


Í gaer lauk hátídinni. Tangóinn setti svip á baeinn, fólk sást aefa sporin á götum baearins, nokkur pör settu tónlist á í morgunverdarsalnum og dönsudu og sídegis var dansad á ströndinni ádur en sídasta skipulagda milongan hófst. Á milongunni spiladi hin frábaera hljómsveit Unitango, thridja kvöldid í röd. Thad var ekki á dagskránni en vakti almenna ánaegju.

Flestir tímarnir sem vid vorum í fóru fram í fallegu höllinni í Sitges, Palau Maricel (höll hafs og himins), ýmist í hinum fallega bláa sal eda í gyllta salnum sem er ennthá glaesilegri.

Vid undrudumst ad sumir höfdu endalaust úthald á milongum, opinberum og óopinberum (á ströndinni), en komust ad thví ad thad fólk sótti ekki tíma á daginn, kom adeins til ad dansa á nóttunni.

Í morgun var alskýjad og rigndi smávegis. Sídan birti upp og vid fórum á ströndina thar sem vid flatmögudum fram eftir degi.

Friday, July 18, 2008

Sól og hiti í Sitges...

... og tangó dag og nótt. Megum ekki vera ad tví ad blogga!

Tuesday, July 15, 2008

Milongur

Allt gengur samkvaemt áaetlun. Vid njótum góda vedursins og förum á milongur á kvöldin. Á sunnudag fórum vid fyrst á milongu í mollinu vid höfnina og svo yfir í gardinn á Laufskálamilonguna. Í gaerkvöld var thad Pipa Club vid Plaza Real sem vard fyrir valinu. Thar var óvenju thröngt á litla gólfinu, sennilega vegna thess ad thad styttist í Sitges-hátídina og thví margir dansarar í borginni.

Í kvöld er útimilonga vid nedri enda Römblunnar og á morgun förum vid til Sitges, thar sem vid verdum thad sem eftir er dvalar.

Sunday, July 13, 2008

Betri helmingurinn kominn...

... og thar med gengur allt sem smurt í lestum og staetisvögnum. Reyndar gekk ekki allt alveg snudrulaust í gaer! Vid ákvádum ad fara upp á fjallid Montjüic, sem er inni í borginni nálaegt höfninni. Thar er kastali sem ádur var til ad verja borgina gegn árás af sjó. Vid fórum í metró og thar skiptum vid yfir í sérstakan vagn sem flutti okkur hálfa leid upp fjallshlídina. Thegar upp var komid opnudust dyrnar á vagninum ekki! Vid bidum í drjúga stund innilokud í vagninum ásamt ödrum farthegum og fyrir utan beid annad fólk sem vildi komast inn. Einhverjir byrjudu ad lemja á rúdurnar í angist sinni, en flestir héldu thó ró sinni. Dyrnar opnudust ad lokum og vid fórum um bord í kláfa sem fluttu okkur alveg upp á topp, í kastalann. Á leidinni thangad og uppi í kastalanum var dýrdlegt útsýni yfir borgina.

Vid erum ekki búin ad fara saman á milongu ennthá, en aetlum ad reyna ad fara á tvaer í dag. Vedrid er fínt, gódur hiti og smá gola ödru hvoru.

Wednesday, July 09, 2008

Metró bregst ekki!

Eins og áður sagði tel ég mig vera orðinn sérfræðing í metrólestarkerfi Barcelóna, enda lærir maður mest af mistökunum. Metrólestirnar er mjög þægilegar í notkun og fljótar í förum (þegar þær á annað borð hreyfast!). Allar merkingar eru greinilegar og vel hugsað um farþegana. Sem dæmi get ég tekið lestarstöðina DIAGONAL, sem er í uppáhaldi hjá mér. Þar standa nú yfir miklar framkvæmdir og af þeim sökum verða farþegarnir að fara upp á yfirborð jarðar og ganga um það bil ½ km eftir ýmsum götum og fara aftur niður til að skipta um lest! En TMB hugsar um sína. Leiðin er rækilega merkt, eins og sjá má á myndunum og til þess að farþegarnig gangi ekki á ljósastaura á leiðinni er leiðin framhjá þeim sýnd greinilega! DIAGONAL er í uppáhaldi hjá mér vegna þess hve gaman er að fylgjast með fólki þegar það þessa leið. Margir gæta þess vandlega að ganga á línunni alla leið, eins og konan á mynd 3. Enn fleiri leggja ekki í að stytta sér leið eða veita því ekki athygli að það er hægt sums staðar heldur fylgja línunni samviskusamlega og taka krappa vinkilbeygju eins og herrann á 4. mynd er um það bil að fara að gera. Það er hægt að skemmta sér yfir ýmsu!

Tuesday, July 08, 2008

Uppákomur 5 og 6 í TMB (Transports Metropolitan de Barcelona)

Uppákoma 5

Þad var greinilega ekki fullreynt í fjórða sinn! Í gær fór ég á milongu í miðbænum og kl. 12 á miðnætti tók ég síðustu lest heim. Þegar ég var nýlega sestur varð ég var við að maður á fertugsaldri sem sat í næstu röð var að skamma ungan mann um tvítugt, sem stóð á milli okkar. Sá tvítugi var að reykja en slíkt er stranglega bannað í lestunum og reyndar á öllu metrósvæðinu. Reykingamaðurinn lét sér fátt um finnast og sá eldri skipaði honum af sífellt meiri ofsa að drepa í sígarettunni. Skyndiega stökk hinn sjálskipaði vörður laganna á fætur, gaf sígarettupiltinum á kjaftinn og settist svo aftur. Rettupiltinum brá en hélt þó áfram að reykja. Þá spurði sá sjálskipaði, og stóð upp mjög ógnandi, hvort hann vildi fá annað högg. Það vildi rettugæinn ekki og drap í á gólfinu. Hinn sjálskipaði vörður reykingabannsins settist ánægður með unnið verk. Í því kom annar ungur maður gangandi fram lestina, greinileg vinur rettudrengsins, og spurði hann hvað um væri að vera. Hann fékk að vita af högginu og “med det samme” ákváðu Þeir að jafna um þann sjálskipaða. Upphófust nú mikil slagsmál með höggum og spörkum og hrópum og köllum hræddra farþega sem sumir forðuðu sér út, en lestin hafði stoppað við næstu stöð. Ég velti fyrir mér hvort ég ætti að hoppa út en mér var illa við það vegna þess að þetta var síðasta lest heim! Ég hugsaði með mér að á meðan þetta væri ekki verra en á íslensku sveitaballi, engir hnífar á lofti, væri mér óhætt og sat áfram. Sá sjálskipaði fór halloka í fyrstu en skömmu eftir að lestin stansaði náði hann yfirhöndinni og tókst að hrekja andstæðingana út úr lestinni. Í því lokuðust lestardyrnar, allt féll í ljúfa lóð og lestin hélt áfram för sinni. En mér var svo mikið um þetta að ég gleymdi næstum að fara út þar sem ég átti að skipta um lest og þá hefðu Danir legið í því af því þetta var síðasta lest heim. En heim komst ég í heilu lagi og ná­ði að hvíla mig fyrir næsta rugl í Metró.

Uppákoma 6

Ferðin í skólann í morgun gekk áfallalaust en á leiðinni heim tók ég lest í ranga átt og áttaði mig ekki á því fyrr en ég var kominn 6 stöðvar í öfuga átt! Ég fór út og tók lestina til baka og þurfti að fara 13 stöðvar vegna þess að í upphafi ætlaði ég að fara 7 stöðvar í hina áttina. Rétt áður en ég lagði af stað í öfuga átt hafði ég verið að leiðbeina enskum túrista hvernig hann ætti að komast á ákveðinn stað með lestinni, í hvaða átt hann ætti að fara og hvar hann ætti að skipta um lest. Á leiðinni til baka velti ég því fyrir mér hvar aumingja maðurinn væri staddur, kannski er hann enn að reyna fylgja leiðbeiningum mínum og er rammvilltur!

Ég tel mig reyndar vera orðinn sérfræðing í Metró Barcelóna og skil ekki hvernig svona lagað getur gerst. Kannki er það mataræðið hérna sem gerir mig svona viðutan eða eitthvað sem ég drekk!