Monday, July 21, 2008

Dansad á ströndinni


Í gaer lauk hátídinni. Tangóinn setti svip á baeinn, fólk sást aefa sporin á götum baearins, nokkur pör settu tónlist á í morgunverdarsalnum og dönsudu og sídegis var dansad á ströndinni ádur en sídasta skipulagda milongan hófst. Á milongunni spiladi hin frábaera hljómsveit Unitango, thridja kvöldid í röd. Thad var ekki á dagskránni en vakti almenna ánaegju.

Flestir tímarnir sem vid vorum í fóru fram í fallegu höllinni í Sitges, Palau Maricel (höll hafs og himins), ýmist í hinum fallega bláa sal eda í gyllta salnum sem er ennthá glaesilegri.

Vid undrudumst ad sumir höfdu endalaust úthald á milongum, opinberum og óopinberum (á ströndinni), en komust ad thví ad thad fólk sótti ekki tíma á daginn, kom adeins til ad dansa á nóttunni.

Í morgun var alskýjad og rigndi smávegis. Sídan birti upp og vid fórum á ströndina thar sem vid flatmögudum fram eftir degi.

Friday, July 18, 2008

Sól og hiti í Sitges...

... og tangó dag og nótt. Megum ekki vera ad tví ad blogga!

Tuesday, July 15, 2008

Milongur

Allt gengur samkvaemt áaetlun. Vid njótum góda vedursins og förum á milongur á kvöldin. Á sunnudag fórum vid fyrst á milongu í mollinu vid höfnina og svo yfir í gardinn á Laufskálamilonguna. Í gaerkvöld var thad Pipa Club vid Plaza Real sem vard fyrir valinu. Thar var óvenju thröngt á litla gólfinu, sennilega vegna thess ad thad styttist í Sitges-hátídina og thví margir dansarar í borginni.

Í kvöld er útimilonga vid nedri enda Römblunnar og á morgun förum vid til Sitges, thar sem vid verdum thad sem eftir er dvalar.

Sunday, July 13, 2008

Betri helmingurinn kominn...

... og thar med gengur allt sem smurt í lestum og staetisvögnum. Reyndar gekk ekki allt alveg snudrulaust í gaer! Vid ákvádum ad fara upp á fjallid Montjüic, sem er inni í borginni nálaegt höfninni. Thar er kastali sem ádur var til ad verja borgina gegn árás af sjó. Vid fórum í metró og thar skiptum vid yfir í sérstakan vagn sem flutti okkur hálfa leid upp fjallshlídina. Thegar upp var komid opnudust dyrnar á vagninum ekki! Vid bidum í drjúga stund innilokud í vagninum ásamt ödrum farthegum og fyrir utan beid annad fólk sem vildi komast inn. Einhverjir byrjudu ad lemja á rúdurnar í angist sinni, en flestir héldu thó ró sinni. Dyrnar opnudust ad lokum og vid fórum um bord í kláfa sem fluttu okkur alveg upp á topp, í kastalann. Á leidinni thangad og uppi í kastalanum var dýrdlegt útsýni yfir borgina.

Vid erum ekki búin ad fara saman á milongu ennthá, en aetlum ad reyna ad fara á tvaer í dag. Vedrid er fínt, gódur hiti og smá gola ödru hvoru.

Wednesday, July 09, 2008

Metró bregst ekki!

Eins og áður sagði tel ég mig vera orðinn sérfræðing í metrólestarkerfi Barcelóna, enda lærir maður mest af mistökunum. Metrólestirnar er mjög þægilegar í notkun og fljótar í förum (þegar þær á annað borð hreyfast!). Allar merkingar eru greinilegar og vel hugsað um farþegana. Sem dæmi get ég tekið lestarstöðina DIAGONAL, sem er í uppáhaldi hjá mér. Þar standa nú yfir miklar framkvæmdir og af þeim sökum verða farþegarnir að fara upp á yfirborð jarðar og ganga um það bil ½ km eftir ýmsum götum og fara aftur niður til að skipta um lest! En TMB hugsar um sína. Leiðin er rækilega merkt, eins og sjá má á myndunum og til þess að farþegarnig gangi ekki á ljósastaura á leiðinni er leiðin framhjá þeim sýnd greinilega! DIAGONAL er í uppáhaldi hjá mér vegna þess hve gaman er að fylgjast með fólki þegar það þessa leið. Margir gæta þess vandlega að ganga á línunni alla leið, eins og konan á mynd 3. Enn fleiri leggja ekki í að stytta sér leið eða veita því ekki athygli að það er hægt sums staðar heldur fylgja línunni samviskusamlega og taka krappa vinkilbeygju eins og herrann á 4. mynd er um það bil að fara að gera. Það er hægt að skemmta sér yfir ýmsu!

Tuesday, July 08, 2008

Uppákomur 5 og 6 í TMB (Transports Metropolitan de Barcelona)

Uppákoma 5

Þad var greinilega ekki fullreynt í fjórða sinn! Í gær fór ég á milongu í miðbænum og kl. 12 á miðnætti tók ég síðustu lest heim. Þegar ég var nýlega sestur varð ég var við að maður á fertugsaldri sem sat í næstu röð var að skamma ungan mann um tvítugt, sem stóð á milli okkar. Sá tvítugi var að reykja en slíkt er stranglega bannað í lestunum og reyndar á öllu metrósvæðinu. Reykingamaðurinn lét sér fátt um finnast og sá eldri skipaði honum af sífellt meiri ofsa að drepa í sígarettunni. Skyndiega stökk hinn sjálskipaði vörður laganna á fætur, gaf sígarettupiltinum á kjaftinn og settist svo aftur. Rettupiltinum brá en hélt þó áfram að reykja. Þá spurði sá sjálskipaði, og stóð upp mjög ógnandi, hvort hann vildi fá annað högg. Það vildi rettugæinn ekki og drap í á gólfinu. Hinn sjálskipaði vörður reykingabannsins settist ánægður með unnið verk. Í því kom annar ungur maður gangandi fram lestina, greinileg vinur rettudrengsins, og spurði hann hvað um væri að vera. Hann fékk að vita af högginu og “med det samme” ákváðu Þeir að jafna um þann sjálskipaða. Upphófust nú mikil slagsmál með höggum og spörkum og hrópum og köllum hræddra farþega sem sumir forðuðu sér út, en lestin hafði stoppað við næstu stöð. Ég velti fyrir mér hvort ég ætti að hoppa út en mér var illa við það vegna þess að þetta var síðasta lest heim! Ég hugsaði með mér að á meðan þetta væri ekki verra en á íslensku sveitaballi, engir hnífar á lofti, væri mér óhætt og sat áfram. Sá sjálskipaði fór halloka í fyrstu en skömmu eftir að lestin stansaði náði hann yfirhöndinni og tókst að hrekja andstæðingana út úr lestinni. Í því lokuðust lestardyrnar, allt féll í ljúfa lóð og lestin hélt áfram för sinni. En mér var svo mikið um þetta að ég gleymdi næstum að fara út þar sem ég átti að skipta um lest og þá hefðu Danir legið í því af því þetta var síðasta lest heim. En heim komst ég í heilu lagi og ná­ði að hvíla mig fyrir næsta rugl í Metró.

Uppákoma 6

Ferðin í skólann í morgun gekk áfallalaust en á leiðinni heim tók ég lest í ranga átt og áttaði mig ekki á því fyrr en ég var kominn 6 stöðvar í öfuga átt! Ég fór út og tók lestina til baka og þurfti að fara 13 stöðvar vegna þess að í upphafi ætlaði ég að fara 7 stöðvar í hina áttina. Rétt áður en ég lagði af stað í öfuga átt hafði ég verið að leiðbeina enskum túrista hvernig hann ætti að komast á ákveðinn stað með lestinni, í hvaða átt hann ætti að fara og hvar hann ætti að skipta um lest. Á leiðinni til baka velti ég því fyrir mér hvar aumingja maðurinn væri staddur, kannski er hann enn að reyna fylgja leiðbeiningum mínum og er rammvilltur!

Ég tel mig reyndar vera orðinn sérfræðing í Metró Barcelóna og skil ekki hvernig svona lagað getur gerst. Kannki er það mataræðið hérna sem gerir mig svona viðutan eða eitthvað sem ég drekk!

Monday, July 07, 2008

Fullreynt í fjórða sinn

Vandræði mín í lestunum héldu áfram í morgun á leið í skólann. En ég var ekki einn um þessi vandræði, allir hinir farþegarnir í lestinni lentu í sömu erfiðleikum. Skólinn byrjar klukkutíma seinna á mánudögum, þ.e. kl. 10 svo ég ákvað að nota tækifærið og sinna bankaviðskiptum áður en skólinn hæfist. (Ég er að hugsa um að skipta um banka vegna þess að Búnaðarbankinn minn ætlar að sameinast SPRON og það líkar mér ekki!!!! Nei, nei, þurfti að borga fyrir tangóhátíðina í Sitges.)

Ég lagði af stað á sama tíma og venjulega, kl. 8:30 og náði metró kl. 8:40. það er skemmst frá því að segja að tvisvar á leiðinni stoppaði lestin og hreyfðist ekki í hálftíma í hvort skipti. Svo ferðin, sem venjulega tekur 15 mínútur tók klukkutíma og korter!! Lestin var troðfull (mun fleira fólk en venjulega) og frekar heitt eins og þið getið ímyndað ykkur. Sem betur fer hafði ég tekið ókeypis dagblað með mér þegar ég fór niður í lestina og gat því slegið þrjár flugur í einu höggi; drepið tímann með lestri þess, æft mig í spænsku og notað það sem blævæng. Þad var reyndar dálítið erfitt að hagræða blaðinu í þrengslunum, en það gekk.

Klukkan var orðin 9:55 þegar ég komst aftur upp á yfirborð jarðar, bankaviðskiptin voru úr sögunni og ekkert annað að gera en drífa sig í skólann!

Sunday, July 06, 2008

Glorieta

Ég var koma af milongu í laufskálanum (spænska: glorieta) í Cituadella-garðinum. Nú bregður svo við að milongan er ekki falin fyrir almúganum eins og veja er hér í borg. Tangótónlistin hljómaði um garðinn og fjöldi manns hópaðist að laufskálanumn og fylgdist með. Er myrkrið féll á hvarf almenningur á braut og tangófólkið kveikti á kertum í skálanum og hélt áfram að dansa.

Hér vídeó af milongunni.

Milonga í la Glorieta

ða nótt.

Allt er thegar thrennt er

Ég fór med METRÓ (úps, almenningssamgöngur!) á milongu í gaerkvöld. Thá vard ákvedin uppákoma, mín thridja í almenningsvagnakerfi Barcelona, og vonandi sú sídasta. Ég stód í lestinni og beint á móti mér sat kona med innkaupakerru fyrir framan sig. Skyndilega spratt hún á faetur med óhljódum, henti innkaupakerrunni af krafti í mig og strunsadi svo aftur eftir lestinni. Innkaupakerrann féll á gólfid og úr henni valt ýmislegt dót. Ég velti thví fyrir mér hvort ég hefdi hagad mér eitthvad óvidurkvaemilega en vissi ekki til thess og leit skelkadur á hitt fólkid í lestinni. Sumir settu upp undrunar- eda skelfingarsvip adrir brostu lítillega út annad eins og their hefdu svolítid gaman af thessu, og svo var fólk (fáir) sem lét eins og thad taeki ekki eftir atburdinum, eins og thetta vaeri daglegt braud. 10 sekúndum sídar snéri konan aftur sem thrumuský í framan og ég bjó mig undir hid versta. Thegar hún var komin ad mér hellti hún sér yfir - ekki mig - heldur ósýnilega persónu sem greinilega sat í saetinu thar sem hún hafdi setid skömmu ádur! Thá gerdi ég mér grein fyrir hvers kyns var og mér létti en fann thó til med aumingja konunni. Eftir nokkud langan reidilestur og skammir hóf hún ad tína saman föggur sínar og settist aftur. Hún virti mig ekki vidlits en hélt áfram ad skammast eftir ad hún settist og horfdi thá á mig en thó var greinilegt ad hún var ekki ad tala vid mig. Skömmu sídar stoppad lestin á áfangastad mínum og ég flýtti mér feginn út.

Saturday, July 05, 2008

SITGES


Ég var ad koma frá Sitges en thangad fór ég med hópi úr skólunum undir leidsögn kennara sem býr thar. Sitges er badstrandarbaer fyrir sunnan Barcelona og seinna í thessum mánudi munum vid Stella dvelja thar og fara á tangóhátíd. Á myndinni af hópnum sést hótelid sem vid verdum á, Hotel Subur, thad er á bak vid okkur til vinstri. Thetta var gód ferd og fródleg.

Spaenskan gengur betur med hverjum degi og milongurnar batna einnig. Á fimmtudagskvöldid fór ég á milongu í Casa Valencia, sem er í eigu átthagafélags adfluttra Valencíubúa. Tharna er milonga á hverjum fimmtudegi og thetta kvöld var sérstakt vegna thess ad thetta var milonga númer 200 í thessum sal. Salurinn er mjög fínn og dansgólfid líka. Tharna var fullt af fólki á öllum aldri og flestir dönsudu mjög vel. Tharna voru flottu ungu dansararnir frá Pipa Club og sýndu núna stóru sporin líka vegna thess ad plássid var meira, yndislegir dansarar. Um kl. hálf eitt kom tjútt-syrpa og thá settist unga fólkid en eldra fólkid átti gólfid, dömur og herrar sem ádur dönsudu settlegan tango fóru núna flug!

Thursday, July 03, 2008

Almenningssamgöngur!!!!

Ég hef reynt ad haga mér eins og innfaeddur og ferdast um med straetó, Metró og gangandi, en kannski aetti ég ad ferdast med leigubílum! Straetóaevintýrid thekkid thid sem lesid thessa pistla og gaer lenti ég í Metróaevintýri. Ég var á leid heim og ákvad ad taka Metró. Naesta stöd var stödin undir Katalóníutorgi. Thangad hafdi ég ekki komid ádur en ég skellti mér nidur í jördina og sá thá ad stödin er risastór og ad ég hafdi farid nidur um vitlausan nidurgang (hljómar ekki vel á íslensku - nidurgangur - en man ekki betra ord). Ég vissi reyndar ekki á thessari stundu ad "nidurgangurinn" var ekki réttur. Ég gerdi thad sem ég var vanur gera, gekk einu hlidanna, stakk kortinu mínu í rauf og thá var mér hleypt inn um hlidid. Thegar ég var um thad bil ad stíga um bord í lestin gerdi ég mér grein fyrir ad hún var dálítid ólík theim lestum sem ég fór med daglega. Ég kannadi málid og thá kom í ljós ad thessi lest var ad fara til MADRÍDAR!!! Ég hafdi svo sem ekkert á móti thví ad skreppa thangad en ég efadist um metrómidinn minn yrdi tekinn gildur í lestinn, svo ég sneri frá og reyndi ad komast aftur út til ad fara á Metróstöd en ÚPS!!!, ég komst ekki út. Metrómidinn hleypti mér inn en ekki út. Ég bar mig upp vid vörd sem sagdi mér bara ad stinga midanum mínum í raufina og var slétt sama um ad thad hafdi engin áhrif. Nú voru gód rád dýr. Átti ég ad klifra yfir vegginn, hann virtust ekki svo hár? Nei, thad mun vekja of mikla athygli. Átti ég ad hrópa SPRENGJA!!! og laumast svo yfir vegginn í aesingnum? Nei, ekki snidugt, ekki nú á tímum. Ad lokum ákvad ég ad finna mér félaga á medal theirra sem vaeru á leid út og laumast út med honum, á hans mida. Thad tókst! Nú bíd ég eftir thridja aevintýrinu í Metró eda straetó.

Wednesday, July 02, 2008

Naeturaevinýri!

Ég var fljótur ad saetta mig vid ad vera ordinn nánast sköllóttur, nú tharf ég t. d. ekki ad greida mér en í stadinn verd ég ad passa ad bera sólarvörn á skallann!!

Í gaer fór ég á milongu , Pipa Club. Thetta er besta milongan til thessa. Tharna eingöngu gódir dansarar sem kunnu ad dansa í litlu rými. Milongunni lauk kl. 12:30 og vegna thess ad metró er haettur ad ganga á theim tíma vard ég taka taxa eda naeturstraetó heim. Ég ákvad ad taka straetó enda enga leigubíla ad fá og gekk thví eftir Römblunni upp á Katalóníutorg. Thar spurdi ég straetóbílstjóra hvada straetó ég aetti taka til ad komast heim og hann sagdi (heyrdist mér) 12. Thegar númer 12 kom á torgid skellti ég mér inn í hann og hélt af stad, heim á leid ad ég taldi. Eftir drjúga stund fóru ad renna á mig tvaer grímur vegna thess ad vagninn fór ekki í rétta átt, en ég hugsad med mér ad kannski fer hann í hring, fyrst í önnur hverfi ádur en en hann faeriheim til mín og sat hinn rólegast. Thegar ekki bóladi á neinni beygju í rétta átt gekk ég til bílstjórans og spurdi hvort vagninn faeri ekki til Collblanc. Hún leit á mig med undrunarsvip og svaradi neitandi. "Fer hann nálaegt Collblanc"? spurdi ég. "Nei, alls ekki," svaradi hún. Í thví sá ég lausan leigubíl og ákvad thví ad stökkva út á naestu stöd og taka taxa. Ég var staddur einhvers stadar lang frá midbaenum, kannski ekki í Barcelona lengur, og leigubíllinn sem ég sá og hvarf á braut thegar ég steig út úr straetó var sá eini sem sást á thessum slódum á medan ég var tharna! Ég beid í klukkutíma thá kom straetóinn sem ég kom med aftur og var á leid á Katalóníutorg. Ég steig aftur um bord í hann og vagnstjórinn leit á mig med medaumkunarsvip. "Thad kom enginn taxi!" sagdi ég og hún kinkadi kolli. Thegar ég kom í baeinn ákvad ég ad prófa annan straetó í stad thess ad taka leigubíl. Í thetta sinn tók ég nr. 14 sem stoppadi ekki langt frá heimili mínu. Thá hugsadi ég med mér - mér hefur misheyrst, 14 og 12 hljómar líkt á spaensku. Klukkan var ordin 3:30 thegar ég komst loksins heim, ég hafdi verid 3 tíma á leidinni frá dansstadnum!!! Ef ég hefdi gengid hefdi thad tekid klukkutíma og korter!

Thegar ég sagdi frá thessu vid morgunverdarbordid komst ég ad thví ad mér hafdi misheyrst, en thad var straetó 2 sem ég átti ad taka, hann stoppar rétt hjá heimilinu. 2 og 12 hljómar mjög líkt á spaensku.

Á vissan hátt var thetta skemmtileg reynsla vegna thess ad ég komst ad thví ad mjög vel er gengid um naeturvagnana hér í Barcelona og fólkid sem ferdast med theim hagar sér alveg eins og thad sem ferdast med venjulegu straetisvögnunum á daginn. Thad er ekkert fyllirí eda laeti, allir kurteisir vid bílstjórana og borga möglunarlaust. Einu fyllibytturnar sem madur sér hér eru útlendingar (túristar) á Römblunni og í nágrenni hennar.