Wednesday, January 17, 2007

Prinsessan á púðanum



Táta kom í gær og ætlar að vera okkur til ánægju og skemmtunar um einhvern tíma. Hún hefur áður verið hér í fóstri og var því strax eins og heima hjá sér. Nú hefur yfirráðasvæði hennar aukist frá því sem áður var því fær hún aðgang að vinnuherberginu einnig. Þar inni er rúm fyrir gesti og í því einir 8 púðar. Í dag sáum við að hún búin að ákveða að þarna skyldi hún sofa og þá hafði hún einnig valið sér ákveðinn púða, fínasta púðann á heimilinu, erfðagrip sem Fríða í Haga saumaði!

Tuesday, January 02, 2007

Gleðilegt ár





















Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Bestu þakkir fyrir jólakort, myndir og kveðjur sem við höfum fengið.

Hér voru u.þ.b. 30 manns í spilaboði á jóladagskvöld, áður en Sigríður Ósk fór heim til sín, og það var heilmikið fjör. Annars höfum við hjónakornin leyft okkur að vera löt og gera sem minnst, eftir að mestu jólaönnum lauk, og fundist það ljómandi gott. Freyja er farin til Brighton, fór á nýjársdag, og átti að byrja að vinna á dýralæknastofunni þar strax í morgun.