Sunday, October 20, 2013

Vetrarfrí

Í dag er sunnudagur og notalegt að vera heima enda vetrarfrí í Klettaskóla, sem hófst sl. föstudag og stendur til miðvikudags.  S. l. fimmtudag komu systurnar Fríða María og Sóley Stella í heimsókn og Fríða María ákvað svo að gista hjá afa og ömmu. Við Stella fórum á El Cramo á föstudagskvöldi, eins og venjulega. Í gær hringdi Fríða María og spurði hvort hún mætti koma og baka pönnukökur með afa. Það var auðfengið og skömmu síðar birtust þær mæðgur og baksturinn hófst. Sóley Stella er að taka afa í sátt en hún hefur verið dálítið hrædd við til þessa! Um kvöldið fórum við Stella í Háskólabíó og sáum Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson, góð kvikmynd.´Dimma hefur gist hér frá fimmtudegi og ég er nýkominn úr gönguferð með henni á meðan Stella fór í sund.  Seinna í dag förum við í kaffi til Sigríðar Óskar í Blikaási.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home