Sunday, July 06, 2008

Allt er thegar thrennt er

Ég fór med METRÓ (úps, almenningssamgöngur!) á milongu í gaerkvöld. Thá vard ákvedin uppákoma, mín thridja í almenningsvagnakerfi Barcelona, og vonandi sú sídasta. Ég stód í lestinni og beint á móti mér sat kona med innkaupakerru fyrir framan sig. Skyndilega spratt hún á faetur med óhljódum, henti innkaupakerrunni af krafti í mig og strunsadi svo aftur eftir lestinni. Innkaupakerrann féll á gólfid og úr henni valt ýmislegt dót. Ég velti thví fyrir mér hvort ég hefdi hagad mér eitthvad óvidurkvaemilega en vissi ekki til thess og leit skelkadur á hitt fólkid í lestinni. Sumir settu upp undrunar- eda skelfingarsvip adrir brostu lítillega út annad eins og their hefdu svolítid gaman af thessu, og svo var fólk (fáir) sem lét eins og thad taeki ekki eftir atburdinum, eins og thetta vaeri daglegt braud. 10 sekúndum sídar snéri konan aftur sem thrumuský í framan og ég bjó mig undir hid versta. Thegar hún var komin ad mér hellti hún sér yfir - ekki mig - heldur ósýnilega persónu sem greinilega sat í saetinu thar sem hún hafdi setid skömmu ádur! Thá gerdi ég mér grein fyrir hvers kyns var og mér létti en fann thó til med aumingja konunni. Eftir nokkud langan reidilestur og skammir hóf hún ad tína saman föggur sínar og settist aftur. Hún virti mig ekki vidlits en hélt áfram ad skammast eftir ad hún settist og horfdi thá á mig en thó var greinilegt ad hún var ekki ad tala vid mig. Skömmu sídar stoppad lestin á áfangastad mínum og ég flýtti mér feginn út.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home