Wednesday, July 02, 2008

Naeturaevinýri!

Ég var fljótur ad saetta mig vid ad vera ordinn nánast sköllóttur, nú tharf ég t. d. ekki ad greida mér en í stadinn verd ég ad passa ad bera sólarvörn á skallann!!

Í gaer fór ég á milongu , Pipa Club. Thetta er besta milongan til thessa. Tharna eingöngu gódir dansarar sem kunnu ad dansa í litlu rými. Milongunni lauk kl. 12:30 og vegna thess ad metró er haettur ad ganga á theim tíma vard ég taka taxa eda naeturstraetó heim. Ég ákvad ad taka straetó enda enga leigubíla ad fá og gekk thví eftir Römblunni upp á Katalóníutorg. Thar spurdi ég straetóbílstjóra hvada straetó ég aetti taka til ad komast heim og hann sagdi (heyrdist mér) 12. Thegar númer 12 kom á torgid skellti ég mér inn í hann og hélt af stad, heim á leid ad ég taldi. Eftir drjúga stund fóru ad renna á mig tvaer grímur vegna thess ad vagninn fór ekki í rétta átt, en ég hugsad med mér ad kannski fer hann í hring, fyrst í önnur hverfi ádur en en hann faeriheim til mín og sat hinn rólegast. Thegar ekki bóladi á neinni beygju í rétta átt gekk ég til bílstjórans og spurdi hvort vagninn faeri ekki til Collblanc. Hún leit á mig med undrunarsvip og svaradi neitandi. "Fer hann nálaegt Collblanc"? spurdi ég. "Nei, alls ekki," svaradi hún. Í thví sá ég lausan leigubíl og ákvad thví ad stökkva út á naestu stöd og taka taxa. Ég var staddur einhvers stadar lang frá midbaenum, kannski ekki í Barcelona lengur, og leigubíllinn sem ég sá og hvarf á braut thegar ég steig út úr straetó var sá eini sem sást á thessum slódum á medan ég var tharna! Ég beid í klukkutíma thá kom straetóinn sem ég kom med aftur og var á leid á Katalóníutorg. Ég steig aftur um bord í hann og vagnstjórinn leit á mig med medaumkunarsvip. "Thad kom enginn taxi!" sagdi ég og hún kinkadi kolli. Thegar ég kom í baeinn ákvad ég ad prófa annan straetó í stad thess ad taka leigubíl. Í thetta sinn tók ég nr. 14 sem stoppadi ekki langt frá heimili mínu. Thá hugsadi ég med mér - mér hefur misheyrst, 14 og 12 hljómar líkt á spaensku. Klukkan var ordin 3:30 thegar ég komst loksins heim, ég hafdi verid 3 tíma á leidinni frá dansstadnum!!! Ef ég hefdi gengid hefdi thad tekid klukkutíma og korter!

Thegar ég sagdi frá thessu vid morgunverdarbordid komst ég ad thví ad mér hafdi misheyrst, en thad var straetó 2 sem ég átti ad taka, hann stoppar rétt hjá heimilinu. 2 og 12 hljómar mjög líkt á spaensku.

Á vissan hátt var thetta skemmtileg reynsla vegna thess ad ég komst ad thví ad mjög vel er gengid um naeturvagnana hér í Barcelona og fólkid sem ferdast med theim hagar sér alveg eins og thad sem ferdast med venjulegu straetisvögnunum á daginn. Thad er ekkert fyllirí eda laeti, allir kurteisir vid bílstjórana og borga möglunarlaust. Einu fyllibytturnar sem madur sér hér eru útlendingar (túristar) á Römblunni og í nágrenni hennar.

3 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Gaman að lesa bloggið þitt mágur minn sæll ... og hjartans þakkir fyrir afmælisgjöfina sem ég er nú þegar búin að punta mig með á einum þrem milongum í Reykjavík síðan ég kom fyrir 4 og hálfum sólarhring (!).
Bestu kveðjur og gangi þér vel í áframhaldandi átökunum við spænskuna með tilheyrandi ævintýrum ... /Kristín

9:53 AM  
Blogger Freyja said...

Þurftirðu síðan að mætaí skólann snemma daginn eftir??

7:05 AM  
Blogger Kristinn og Stella said...

Já ég thurfti ad maeta í skólann daginn eftir!!

1:34 PM  

Post a Comment

<< Home