Thursday, February 01, 2007

Síðasta vígið fallið!

Jæja þá er síðasta vígið fallið. Táta litla er kominn inn í svefnherbergið okkar og upp í hjónarúmið! Eftir að hafa lokað á trýnið á henni í tvær vikur og hlustað á aumkunarvert mjálm og klór í hurðina á hverri nóttu, þá var ákveðið að veita henni inngöngu í hjónaherbergið. Hún tók því fagnandi og hreiðraði um sig í miðjunni á hjónarúminu og svaf eins og ungabarn í alla nótt.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hm ... er þetta svona gáta? ég meina hvar sofa þá þeir sem eru með almennt kisuofnæmi! :-)

allt fínt héðan ... hef verið á kvikmyndahátíð (sjá blogg)
m.kærri kveðju

6:45 PM  
Blogger Freyja said...

Noh en saett.... hun hefur tha bara verid svona einmana, ekki verid ad breima...??!! Jaeja hvort sem thad var breim eda ekki, tha er thad allavega ur sogunni nuna. EG vona ad hun hafi jafnad sig agaetlega eftir adgerdina i gaer!!

2:42 PM  
Blogger Kristinn og Stella said...

Hún var alveg örugglega að breima, gleðin yfir plássinu í hjónarúminu þaggaði niður í henni í eina nótt, en svo byrjði kveinið aftur. En hún er bara orðin hress eftir aðgerðina.

3:10 PM  

Post a Comment

<< Home