hitabylgja

Það er engin kuldanepja hér þessa dagana, heldur sólskin og hitinn fer yfir 30 gráður, dag eftir dag. Grasið er orðið gult og fólkið brúnt. Við komum heim í dag úr tveggja sólarhringa sumarbústaðadvöl hjá dönsku vinafólki. Við nýttum tímann vel, fórum með þeim að skoða söfn, (Rudolf Tegners Museum og Knud Rasmussens Hus) og myllur, gamalt klaustur og fleira. Svo gengum við um ströndina og nágrennið auk þess sem við sátum úti við bústaðinn og borðuðum, drukkum og spjölluðum fram á nótt.(Mynd: Peter og Kristinn í Kattegat)
2 Comments:
þessi fallega bláa mynd er um leið soldil felumynd ... a.m.k. er ég ekki alveg vissum hvort Peter heldur á nokkrum fiskum í hendinni ... eða kannski bara skónum sínum?
Bestu þakkir fyrir síðast ... með sólskinskveðju frá Svíþjóð, kristín
Ég veit ekki hvort ég á að hafa þetta sem gestaþraut, en þeir voru víst ekki að veiða...
Post a Comment
<< Home