Wednesday, April 19, 2006

....komið

Já vorið var dálítið lengi á leiðinni, en nú er það komið. Sólskin og gróðrarskúrir til skiptis en samt sem áður situr haustlaufið ennþá fast á runnunum hérna úti og nýtt lauf ekki komið í ljós ennþá.
Á föstudaginn langa brunuðum við yfir brúna til Svíþjóðar, eftir að hafa skilað Freyju á flugvöllinn. Heimsóttum Kristínu á Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg og hún fékk síðan að koma heim á laugardag, laus við brunn og slöngur. Gott að sjá hvað hún er þó hress og búin að koma sér vel fyrir í nýju íbúðinni þrátt fyrir veikindi og meðferðartarnir. Við byrjuðum svo aftur í tangótímum hjá Mettu og Martin í dag, en þau eru nýkomin frá því að kenna tangó í Kína.

1 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Það var frábært að fá ykkur í heimsókn! Hjartans þakkir fyrir komuna ... kær kveðja frá Kristínu

4:48 PM  

Post a Comment

<< Home