Friday, March 17, 2006

Rigning, rigning, rigning!

Thad hellirigndi í dag, thridja daginn í thessari viku. Nú er stytt upp og hid besta vedur.

Thad er svo mikid ad gera hjá okkur ad vid hofum ekki tíma til ad blogga nema endrum og eins. Á thridjudaginn var dansk-saenskt bod heima hjá Helen og vid fengum ad vera íslenskt ívaf. Gaman ad koma til hennar og glaesilegar móttokur og eftir matinn var bodid upp íslenskt brennivín. Einn danski ferdafélagi okkar saknadi reyndar hákarlsins og hélt fyrirlestur um verkun hans. Ein af saensku konunum hélt lofraedu um Ísland og sérstaklega íslenska hestinn. Gód landkynning tharna án okkar íhlutunar.

Í gaer fórum vid á síddegismilongu og sá sem vísadi okkur til saetis spurdi hvort vid vildum sitja saman eda hvort í sínu lagi. Stella ákvad allt í einu ad prófa ad sitja á kvennasvaedinu og láta reyna á thad hvort haegt vaeri ad nota bara augnarád og hofudhneygingu til ad bjóda upp. Ekki gekk mjog vel til ad byrja med, sá fyrsti sem Stella nádi sambandi vid var MJOG gamall, alveg tannlaus og dansadi frekar undarlega. En hann hló og skríkti og taladi spaensku án afláts. Eftir thetta lá leidin upp á vid, eda thannig, og ég (Stella) dansadi vid nokkra ágaeta herra og ad minnsta kosti tveir voru á aldur vid mig og voru mjog gódir dansarar.

Á morgun forum vid til Tigre og á sunnudaginn til Uruguay. Segjum frá thví eftir helgi.

4 Comments:

Blogger Hafrún Ásta said...

Það er aldeilis ferðalagið á ykkur en vá hvað það er örugglega gaman að skoða svona margt.

12:30 PM  
Blogger Hafrún Ásta said...

Skilboð frá Sigríði Ósk hún fór í aðgerð vegna þess að það var að leka mænuvökvi hjá henni en aðgerðin gekk mjög vel og hún vildi bara láta ykkur vita.

11:45 AM  
Blogger Kristinn og Stella said...

Takk fyrir ad láta okkur vita. Skiladu kaerri kvedju til hennar og allra í fjolskyldunni.

5:27 PM  
Blogger Hafrún Ásta said...

Já skila því.

11:42 AM  

Post a Comment

<< Home