Wednesday, February 15, 2006

Mér varð hugsað heim...

Þegar ég vaknaði í morgun fór um mig hrollur. Það hvein í þakgluggunum og þegar ég leit út sá ég að Kári var á ferðinni og lá á. Þá varð mér hugsað heim!!
Í gær var var rjómablíða, stillt veður og sólskin. Við héldum eitt augnablik að vorið væri komið og skelltum okkur í bæinntil að spássera, léttklæddari en venjulega. En þegar ský dró fyrir sólu kólnaði fljótt og við settumst inn á uppáhaldskaffihúsið hennar Höllu systur, Nazaza Coffee, sem er við Strikið. Ég fékk mér Cortado og lét mig dreyma um að ég væri á Spáni.

Það er vetrarfrí þessa vikuna svo við þurfum ekki að mæta í skólann en sitjum hvort við sína tölvuna og reynum að vinna í þeim verkefnum sem okkur er uppálagt að skila. Við vorum sem sé að fá okkur fartölvu svo nú getum við unnið í tölvum samtímis og tekið pásur saman, sem er ekki verra. Eins gott að nýta þessa daga vel því að um helgina er von á tæplega 35 manna hópi ökukennara frá Íslandi. Þeir ætla reyndar hvorki að vera í fæði hjá okkur né gista en ég býst við að vera að snúast með þeim töluvert bæði á föstudag og laugardag.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Svona þér til huggunar Kristinn minn og þér líka Stella mín, þá er komið kuldakast með vindhviðum og snjófjúki hér, svo ykkur ætti að líða betur í ykkar kulda! Vona að kaffihúsið hafi staðið undir væntingum og lýsingum mínum;-)
Knús úr norðri...

Halla

10:40 AM  
Blogger Hafrún Ásta said...

hehe smá íslenskt veður annars hangir í um 2-3°C hérna og þetta svona mjallast í að vera hvorki vetur né vor hehe.

11:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jú, jú Halla, staðurinn stóð vel undir væntingum.

Kristinn

12:32 PM  
Blogger Freyja said...

Va bara komin ny tolva a heimilid!!!
Her er svona milli 25 og 30 stiga hiti....ekki thad ad eg se neitt ad monta mig sko....eda ju kannski pinu hehe ho ho haha

7:48 PM  

Post a Comment

<< Home