Hinn staðreyndahelmingurinn!
1. Mér finnst gott að borða og drekka, en sem betur fer heldur konan mín aftur af mér annars væri ég orðinn hnöttóttur og með lifrarbólgu.
2. Ég er heimakær, en hef þó gaman af að ferðast til landa þar sem hægt er að borða góðan mat og drekka góð vín án þess að fara á hausinn.
3. Ég fæ mér alltaf ís med drys þegar ég fæ mér ís í Danmörku og Crema Catalana í eftirrétt þegar ég fer á veitingahús, ef það er í boði.
4. Ég hef gaman af að ganga um borgir, stoppa helst ekki (nema til að borða og drekka), en um leið og ég er kominn út í náttúruna vil ég helst leggjast niður á grasbala og horfa upp í skýin.
5. Ég hef gaman af því að elda mat.
3 Comments:
..og mér finnst gaman að borða matinn sem þú eldar ;-)
mér finnst líka gaman að elda ;o)
hahaha gaman að kynnast þér mágur sæll ... allt hefur þetta verið mér hulið í meira en þrjátíu ár!
Post a Comment
<< Home