Wednesday, November 16, 2005

Fyrsti snjórinn og nýsleginn garður!

Í nótt vöknuðum við upp við haglél sem buldi á þaki og þakgluggum og meðfylgjandi þrumur og eldingar. Um kl 9 um morguninn heyrðum við alla leið upp á 5. hæð skruðninga neðan af götunni. Þegar betur var að gáð sáum við að ung kona á mótorhjóli hafði farið flatt í fyrstu hálkunni. Hljóðið sem við heyrðum var þegar mótorhjólið skrapaði götunna þar til það stöðvaðist á runnanum við húsið okkar. Sem betur fer virtist konan hvorki hafa skaðast mikið né lent á öðrum vegfarendum. Það má teljast mikið lán því að á þessum tíma eru jafnan margir hjólandi og gangandi þarna.

Eftir hádegið fórum við í göngutúr um nágrennið. Ilmur af nýslegnu grasi barst á móti okkur úr garðinum. Fyrir nokkrum dögum höfðum við á orði að það veitti ekki af að slá garðinn, og í morgun var sem sé drifið í því! Sólin hafði brætt snjóföl næturinnar að mestu en á skuggsælum stöðum á leiðinni sáum við ummerkin, haglkúlur sem voru stærri en bláber! Samkvæmt spánni á að vera sólríkt næstu daga en svalara en undanfarið, um 5 gráður.

2 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Gaman að þið skuluð vera farin að blogga aftur! En hvað ætlið þig að gera í hálkunni, setja keðjur á hjólin ykkar? Fór sjálf í fyrsta sinn á hjólbak í fyrrakvöld, á nýja praktiku á landamærum gautaborgar og partille og slapp aftur heim á undan hálkunni þrátt fyrir mínusgráður!
með vertarkveðjum frá kristínu

12:48 AM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

ahhh ... kommentin eru víst óbreytanleg sem er mjög óheppilegt fyrir mig sem get ekki skrifað heila settningu á venjulegu íslensku mannamáli, svo hér koma tvær leiðréttingar: þar sem stendur "þig" í fyrra kommenti, hugsaði ég "þið" og "í fyrsta sinn á hjólbak" vantar alveg botninn í því ég hef hjólað meira eða minna frá því mövehjólið og fálkahjólið komu til fjölskyldusögunnar; ég ætlaði að segja: í fyrsta sinn í nærri tvö ár eða síðan ég fékk þetta göldrótta hjól með alvöru uppréttu stýri. Og mér varð ekki meint af!!!
P.S. ég er búin að blogga smá minningargrein um Carmencitu, líka á íslensku. Þið meigið gá hvort þið getið séð myndina!

4:46 PM  

Post a Comment

<< Home