Sunday, November 13, 2005

Frá Kaupmannahöfn

Það er varla hægt að hrósa okkur fyrir að vera iðin við skriftir á blogginu. Tókum aldrei ákvörðun um framtíð bloggsíðunnar eftir Buenos Aires ferðina. En einhverjir eru með tilvísun á síðuna svo að nú erum við búin að ákveða að skrifa af og til og e.t.v. bregðast við klukki sem við fengum fyrir mánuði!

Við erum í Kaupmannahöfn, komum í júlí og verðum hér í eitt ár. Hér eru sveitarstjórnarkosningar í algleymi, gengið að kjörborði á þriðjudaginn kemur og við uppgötvuðum ekki fyrr en í síðustu viku að við erum með kosningarétt.

Í Kaupmannahöfn er dansaður argentínskur tangó á mörgum stöðum og margir góðir dansarar. Við vorum í Berlín fyrir hálfum mánuði og fórum á tvo tangóstaði, á öðrum var lifandi tónlist. Ekki voru þeir síðri þar.

1 Comments:

Blogger Anna Magga said...

Frábært að heyra frá ykkur, kíki alltaf öðru hverju hér inn og gleðst yfir nýkomnu fréttum :) Það verður gaman að fylgjast með ykkur í Danmörku eins og Jóni Kristjáni.
Bestu kveðjur
Anna Magga

7:12 AM  

Post a Comment

<< Home