Kristín klukkaði okkur!
Númer eitt: mér þykir hafragrautur góður og borða hann helst á hverjum morgni með sesam- og sólblómafræjum og rúsínum.
Númer tvö: morguninn er minn uppáhaldstími, hann er svo fullur af ró og fyrirheitum.
Númer þrjú: ég elska að lesa, dagblöð, skáldsögur, aðrar sögur og skólabækur, næstum hvað sem er.
Númer fjögur: ég man oftast ekki það sem ég les.
Númer fimm: ég skil dönsku ágætlega en mér finnst danir ekki skilja hana alltaf, a.m.k. ekki þegar ég tala hana.
3 Comments:
Mér finnst staðreynd númer 4 alveg æðisleg...sérstaklega þegar maður les hana á eftir staðreynd númer 3!!
hehe já Freyja sniðugt en þetta er alveg merkilegt maður getur lesið og lesið og samt lesið aftur og aftur og maður man ekki neitt.
Oh ég vildi að ég væri morgunhressari manneskja hehe.
Innilega sammála Freyju, því nr.4 varð drepskemmtileg ... og eiginlega líka staðreynd nr. 5 í mínum augum því ég veit ekki annað en þú talir fullkomlega dönsku ... a.m.k. ég man ekki sérstaklega eftir að hafa heyrt þig tala hana :-)
Post a Comment
<< Home