Wednesday, November 23, 2005

Sólin skín!


Það hefur kólnað, en sólin heldur samt áfram að ylja okkur dag eftir dag. Veðurfræðingar eru þó að hóta því að á næstu dögum muni fara að blása og rigna, jafnvel að snjóa. Við eigum að minnsta kosti að búa okkur undir slyddu. Ekki svo að skilja að það hræði okkur mörlandana en það er bara svo miklu notalegra að hjóla í stillu og sólskini.

Aðalgötur bæjarins eru komnar í jólaskrúða og njóta sín vel þegar fer að skyggja, sérstaklega Nýhöfnin. Ein verslunargatan sker sig þó úr og er þó ekki á því að punta sig fyrir jólin, en það er Nørrebrogade. Þar er ekki samstaða meðal kaupmanna um götuskreytingar og þess vegna heldur hið daglega líf áfram þar eins og engin jól séu á næsta leiti. Margir kaupmenn þar eru múslimir og kann það að vera skýringin, en einnig eru margir "perudanskir" verslunareigendur sem ekki vilja vera með í að skreyta götuna.

Í kvöld erum við að hugsa um að fara á milongu á Norðurbrú. Staðurinn heitir Etnorama og í kvöld leikur gítardúó fyrir dansi.

1 Comments:

Blogger Freyja said...

Sæt hjólamynd. Þið hafið ekkert minnst á að þetta er nýja hjólið!! Að hinu fyrra hafi verið stolið...!!!
Jæja ég er allavega komin frá Jótlandi, svo við sjáumst bráðum aftur. Og ég skal reyna að vera búin að þrífa kúamykjuna almennilega af mér, og lyktina líka PÚÚÚÚHA

6:16 PM  

Post a Comment

<< Home