Jóladagsmorgunn
Veðrið er fagurt þennan jóladagsmorgun, kyrrt og sólin skín. Á Hjarðarhaganum byrja jólin þegar kirkjuklukkurnar í Dómkirkjunni hljóma í gegnum útvarpið kl. 18 á aðfangadag. Á Emdrupvej hljómuðu engar kirkjuklukkur heldur litu heimilismenn á veggklukkuna í borðstofunni og sögðu svo hikandi hver við annan, "Nú eru víst jólin komin, gleðileg jól". Enn var klukkustund í að jól hæfust á Íslandi. Klukkan 18 að íslenskum tíma var borðhaldi lokið og sest inn í stofu og þá var kveikt á Rúv og hlustað á dómkirkjuklukkurnar og jólamessuna. Danir taka aðfangadagsköld ekki eins hátíðlega og við. Margt ungt fólk fer í bæinn að skemmta sér og um kvöldið heyrðum við að verið var að sprengja kínverja og skjóta upp flugeldum!
2 Comments:
Gleðileg jól og til hamingju með Sigríði Ósk!
Svíar eru ekki heldur neitt ofboð hátíðlegir ísér, byrja að ærslast með jólasöngva og hlaðborð (!)strax eftir hádegi. Svo aðfangadagur hjá mér var eins og tveir dagar, því þegar ég kom heim úr fjörinu og sem lauk bænastund kl. 17:00 var klukkutími í íslensku messuna í tölvunni minni.
Til hamingju með daginn frændi :o)
Post a Comment
<< Home