jóla...hvað?
Það er víst orðið dálítið langt síðan við skrifuðum síðast. Mér skilst að ég sé alveg hundleiðinleg þessa dagana, sit flestum stundum við tölvuna og blaða í pappírum og bókum, skrifa örfá orð á tölvuna öðru hvoru eða hristi vonleysislega hausinn. Kristinn er hinsvegar kominn í jólaskap og sem betur fer er Freyja líka í jólaskapi í dag og fór með honum í bæinn. Jón Kristján er mjög upptekinn í skólanum og annað kvöld erum við boðin á lokahátíð hjá honum.
Ps. Freyja er núna í eldhúsinu að baka smákökur, það er jólatónlist í græjunum.
4 Comments:
Já það er ótrúlega stutt í jólin :o) Og hérna á Fróni finnst okkur skrýtnast að fara ekki til ykkar á jóladag að spila hehe. En spilum bara þeim mun meira næstu jól. Og við söknuðum ykkar í laufabrauðinu en stóðum okkur vel engu að síður og komnir 4 nýjir skurðarmenn; Hafsteinn, Sif, Sylvía og Anna. Þær þrjár síðastnefndu koma inn með Jóni Fannari. En gleðileg jól ef jólakortið skildi ekki ná til ykkar fyrir jól.
Sigríður Ósk var í kvöldfréttunum áðan. Þið getið séð þær á www.ruv.is fréttin eru um styrk Baugs og Sigríður fékk 400.000 kr. styrk til kaupa á tölvumús.
hæ þetta er Haddý eráð prófa hvort ég get sent ykkur bréf
Hæ, Haddý, þetta tókst hjá þér. Ef þú vilt skrifa okkur persónulega er póstfangið kjogsb@simnet.is.
Frábært með styrkinn til Sigríðar Óskar, skoðum fréttina á eftir.
Post a Comment
<< Home