Sunday, January 01, 2006

Áramót


Við skáluðum tvisvar fyrir nýju ári, þ.e. bæði að dönskum og íslenskum tíma. Reyndum að horfa á það besta í sjónvarpsdagskrá beggja landa, misstum reyndar af hluta af áramótaskaupinu vegna áramótanna hér og vegna þess að það var svo gaman að horfa á flugeldana hér. Okkur kom verulega á óvart hvað Danir skjóta miklu upp, þótt þeir slái Íslendingum varla við (a.m.k. ekki miðað við fólksfjölda!). Það byrjaði að snjóa hér á annan í jólum og það hefur verið afskaplega jólalegt um að litast. Við brugðum okkur í Tívolí á afmælinu hans Kristins og það var eins og ganga inn í ævintýraveröld, með nýföllnum snjónum á trjánum og skreytingunum. Við ykkur, sem þetta lesa, viljum við bara segja GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ LIÐNA. Við gerum ráð fyrir að halda áfram að skrifa á síðuna og það er alltaf gaman að fá “comment”.

5 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Gleðilegt ár öllsömul og takk kærlega sömuleiðis fyrir allt gott ár liðnu ári ... muniði þegar við hlupum fram og til baka á Landvetterflugvelli í ágúst í leit að Carlosi sem birtist á síðustu stundu! Og þegar við Stella sáum skrítna langa dýrið við vatnið ykkar í Emdrup alls enginn hundur það og hvað Stella varð langleit þá með augu eins og sívaliturn það sá bara ég :-) ... og hvað með haustlitaferðinar okkar við Nes og í dimmum skóginum fyrir ofan Jonsered herragarð? Og seinas milongan sem var kölluð "julefrukost" á tingluti.
Sjáumst heil á nýju ári

1:41 PM  
Blogger Freyja said...

Elsku mamma og pabbi, takk fyrir liðið ár, frábært að hafa ykkur hérna hjá mér í DK. Takk fyrir róleg en hugguleg áramót og ekki síst æsispennandi Scrabble keppni.... ég vil nú meina að ég hafi bara verið óheppin, það eru takmörk fyrir því hversu mörg orð maður geti myndað með eintómum samhljóðum!!!

4:27 PM  
Blogger Hafrún Ásta said...

Hehehe við söknuðum ykkar nú um áramótin og fannst skrýtið að hafa ykkur ekki með. En Gleðilegt ár og vonandi náum við að kíkja á ykkur á þessu ári. Við spiluðum Trivial Pursuit og við stelpurnar unnum. Freyja mín hvaða samhljóða kvart er þetta hehehe.

6:16 PM  
Blogger Anna Magga said...

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir öll þau gömlu. Alltaf frábært að frétta af ykkur þarna úti í Baunaríki.
Kær kveðja
Anna Magga

8:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt árið þarna úti, og takk fyrir þau gömlu.
Greinilega jólalegra um áramót í Danmörku en á suðurlandinu. ´Hér var 4 stiga hiti og allt autt en fallegt veður um áramót engu að síður.
Annars er allt gott að frétta af suðurlandinu. Minnsta kosti frá Drangshlíðardal.Bestu kveðjur til ykkar allra.
Lena

8:51 AM  

Post a Comment

<< Home