Sunday, January 15, 2006

Álfar og ...

...nei, nei, hér í Danmörku höfum við ekki orðið vör við trú á álfa né huldufólk, en í sjónvarpinu í gær var fjallað um sérkennilega þjóð sem trúir á bæði álfa og huldufólk. Að minnsta kosti helmingur þjóðarinnar trúir á þessar verur. Það var talað við nokkra, m.a. ráðherra og fyrrverandi forseta, á þessari fámennu en stóru eyju og enginn vildi afneita verunum, segja það vissara að gera ráð fyrir álfum og huldufólki og hefð er fyrir því að forðast að hrófla við bústöðum þeirra. Það hafa sumir farið flatt á því að flytja álfasteina vegna húsbygginga eða vegagerðar. Nöfn eins og Álfhólsvegur og Álfabakki þykja sjálfsögð götuheiti hjá þessari sérkennilegu þjóð.

2 Comments:

Blogger Hafrún Ásta said...

hehe já það er nú skemmtileg og skrýtin þjóð.

7:50 PM  
Blogger Freyja said...

Hey ég missti af þessum þætti! Hvaða þjóð ætli þetta sé? Algjörir fávitar greinilega...mei bara djók!

11:06 AM  

Post a Comment

<< Home