Sunday, January 29, 2006

Fest på Emdrupvej

Dýralæknirinn hélt veislu hér í gær í tilefni af útskriftinni. Freyja skipulagði, eldaði og bakaði sjálf og foreldrarnir reyndu að aðstoða hana eitthvað við undirbúninginn. Alls mættu um 30 manns og þetta var góð veisla sem stóð frá kl. sex (e.h.) til klukkan rúmlega þrjú um nóttina. Gestirnir komu úr ýmsum áttum frá fjórum löndum, auk Íslendinga og Dana voru Norðmenn og Svíar. "Fællesrummet" reyndist ágætlega sem veislustaður og þegar líða tók á kvöldið sýndu sumir gestanna góða danstakta. Aldursdreifingin var hins vegar ekki mikil því að sennilega voru allir á aldrinum 20 - 30 ára, nema við. En það var gaman að vera með þessu unga fólki.

5 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Innilega til hamingju með dýralæknirinn dóttur ykkar ...

9:57 PM  
Blogger Freyja said...

Takk fyrir alla hjálpina. Hefði ekki getað gert þetta svona flott án ykkar. Rosa gaman bara!! Sjáumst í kvöld.

7:30 AM  
Blogger Hafrún Ásta said...

Til hamingju aftur Freyja og var ekki gaman að fá svona flökkukindur eins og Jón Fannar og Önnu óvænt í heimsókn.

5:12 AM  
Blogger Freyja said...

Hey, átti ekki að skrifa á bloggið minnst einu sinni í viku?? Mér sýnast vera liðnar 2 vikur síðan síðast!!!
Allt gott að frétta héðan, engir múslimir í Mexícó og engum illa við íslendinga...

10:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er komin heim eftir notalega daga á Emdrupvej,- takk kærlega fyrir mig og vonandi verður jafn notalegt hjá ykkur það sem eftir lifir dvalar og hingað til;-)

knús Halla

10:04 AM  

Post a Comment

<< Home