Thursday, March 09, 2006

Stóra stökkið!

Það er sólskin í Kaupmannahöfn, hiti við frostmark, vetur en vorið á næsta leiti - vonandi. Í dag stökkvum við yfir Atlantshafið, til Buenos Aires. Þar er líka sólskin, hiti 26 gráður, sumar en haustið við næsta horn - örugglega.

Við munum hitta ferðafélaga okkar á Kastrup klukkan 14 og fljúgum þaðan kl. 16 til Madríd. Þar þar þurfum við að bíða í tæpa 4 tíma, fljúgum á miðnætti til Buenos Aires. Það verður því nægur tími til að spjalla við og kynnast samferðarfólkinu, sem eru bæði Danir og Svíar, en við erum nítján í hópnum. Við reynum að vera dugleg að blogga næstu daga og kíkjum líka á tölvupóstinn okkar kjogsb@simnet.is

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góða ferð elskurnar mínar! ég veit að þetta verður gaman hjá ykkur og neyðist til að viðurkenna smá öfund! Er sjálf að fara á Ísafjörð í frost og snjó en hlakka þó mikið til!
Knús að norðan ykkar Halla

2:51 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Ætlið þið séuð þá yfir afrískri eyðimörk í augnablikinu(kl.tvö að nóttu) eða búin að taka beygjuna í vesturátt!
Held þið fáið pottþétt bæði sumar og haust því tímamótin eru um 20 mars hjá argentínubúum ef ég man rétt hvernig sem veðrið er!
Flúgið þið vel og lendið varlega ... Með kærri vetrarkveðju frá vesturströnd Svíþjóðar
Kristín

10:01 PM  
Blogger Freyja said...

Elsku mamma og pabbi.
Það er allt í lagi með mig. Er búin að vera 3 daga á spítalanum, og það er gaman, en líka mjög erfitt. Nánast enginn talar ensku og mér finnst ég ekki skilja neitt. Bý á hosteli rétt hjá spítalanum.
Hlakka til að lesa ferðasöguna ykkar. Vildi að ég gæti rétt skroppið til ykkar.
knús Freyja

7:25 PM  
Blogger Hafrún Ásta said...

Er handviss um að það er svaka fjör í Buenos Aires núna hlakka til að heyra ferðasöguna. Gott væri að vita Kristinn (Cristian ef þú vilt það frekar) ef þú þurfti að hafa með þér drag á flugvöllinn til skiptanna. hehe.

8:03 PM  

Post a Comment

<< Home