Sunday, February 19, 2006

Vasar og silicon

Við Kristinn fórum í Borups ( skólans hans Jóns) síðdegis á föstudag til að sjá sýningu þar. Á leiðinni út á lestarstöð tók ég eftir því að annar úlpuvasinn minn var óvenju útoðinn, samt var ég með hanskana á höndunum. Ég athugaði málið og í ljós kom að fyrir utan þetta venjulega (s.s. síma, snýtubréf, lestarkort og peningabuddu) hafði þokkalega stór límbandsrúlla á statívi troðið sér í vasann. Fyrst skildi ég ekkert í þessu, en svo rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði notað límbandið daginn áður, til að líma nafnið hennar Freyju á póstkassann okkar. Kristinn tók það ekki í mál að snúa við til að losna við límbandsrúlluna, enda lestin rétt ókomin. Ég gekk bara um með ókennilega bungu á skrýtnum stað í þessari bæjarferð. Daginn eftir labbaði ég inn á hælabarinn rétt við Nørreport og bað um silicon. Maðurinn horfði á mig í dálitla stund og virtist ekki alveg skilja mig. Spurði svo hikandi: " ertu að meina svona til að vatnsverja?"
Að lokum, stuttmyndin hans Jóns sem við sáum á föstudaginn, var góð.

5 Comments:

Blogger Freyja said...

hahaha se thetta fyrir mer "silicone"....
Hlakka til ad geta sed stuttmyndina hans jons!!
knus hedan ur Mexico

11:53 PM  
Blogger Hafrún Ásta said...

Hehehe! Áttu sílikon sé hann alveg fyrir mér sótrauðan í fram og vandræðalegan, fyndið.

5:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Nei ég var ekki lengur með límbandsrúlluna, en ég (eða úlpan) gæti hafa bungað út á undarlegan hátt samt sem áður. Ég er nefnilega meira svona vasatýpan heldur en töskutýpan, öfugt við Freyju.
Stella

9:01 AM  
Anonymous Anonymous said...

þetta er með betri sögum sem ég hef lesið lengi! Segir mér líka, að halda áfram að nota tösku,- ég væri nefnilega vís til að lenda í svona!
Halla

10:37 AM  
Blogger Gunnella said...

He he sé þetta alveg ljóslifandi fyrir mér ;-D Kær kveðja frá Edinborginni.

5:21 PM  

Post a Comment

<< Home