Monday, March 20, 2006

Kyrrsett í Uruguay?

Ferdin til Tigre var frábaer. Vid sigldum á litlu skipi út í einn óshólmann. Thar er veitingahús, sundlaug og badstrond. Vid fengum gódan hádegisverd, syntum og sóludum okkur og fengum svo tangókennslu seinnpartinn. Sigldum svo heim undir stjornbjortum himni.

Í gaer fórum vid ásamt tveimur ferdafélogum, saenskri og danskri konu, til Uruguay. Thad var thriggja tíma sigling á ferju yfir fljótid Rio De la Plata, til gamals nýlendubaejar sem heitir Colonia Del Sacaramento. Baerinn er á heimsminjaskrá UNESCO og er afskaplega vinalegur og notalegur. Vid roltum um gamla baeinn og nutum fridsaeldarinnar eftir storborgarysinn í Buenos Aires. Í Buenos Aires búa 12-14 milljónir svo Colonia er eins og lítid sveitathorp. Fólkid er einstaklega elskulegt og heidarlegt. Á tveimur veitingastodum gleymdum vid hlutum en fengum thá aftur. Fyrra skiptid var á veitingahúsi thar sem vid bordudum hádegismat. Vid vorum kominn nokkud langt í burtu frá veitingastadnum og búin ad fara í eina búd og vera thar drjúga stund. Thegar vid komum út úr búdinni sáum vid thjónustustúlkuna af veitingahúsinu, hún stód á gotuhorni og skimadi um allt. Thegar hún sá okkur kalladi hún og sagdi ad hún hefdi séd tosku vid bordid okkar og héldi ad vid aettum hana. Vid gengum med henni til baka og mikid rétt thetta var snyrtitaskan med solarvorninni. Í seinna skiptid gleymdi danska konan peysu á kaffihúsi og thad sama gerdist, thjónnin kom á eftir okkur med peysuna.

Um kvoldid sátum vid á strondinni og horfdum á solarlagid. Héldum sídan til hafnarinnar til ad taka hradbátinn (1 klst.) til Buenos Aires. Eftir ad hafa stadid lengi í bidrod komumst vid loksins í vegabréfsskodunina. Thá kom í ljós ad vid áttum ad skila einhverjum snepli sem hafdi verid hluti af Boarding Pass um morguninn. Eftir fum og fát fundu allir sinn snepil, nema Stella. Nú reyndust god rád dýr, átti Stella ad verda eftir eda var haegt ad bjarga thessu á einhvern hátt. Kristinn byrjadi ad rífast á spaensku en thad bar engan árangur. Ad lokum dró Stella upp veskid og borgadi 17 dollara og skrifadi undir eitthvert skjal sem hún skildi alls ekki hvad stód á (kannski lofadi hún ad koma aldrei aftur til Uruguay) og thá fékk hún ad fara med okkur hinum.

Í dag er ljómandi vedur hér í Buenos Aires, áfram sólskin og hiti!

4 Comments:

Blogger Freyja said...

Gott ad mamma vard ekki eftir í Uruguay. Gott hjá ther pabbi ad geta rifist a spaensku. Eg hefdi kannski getad hjálpad...ég er varla búin ad laera neitt í spaensku nema ljótu ordin...thad virdast allir vera ólmir í ad kenna mér thad.
Allt gott ad frétta hédan úr stóru borginni!

9:19 PM  
Blogger Kristinn og Stella said...

Takk fyrir komment, Bogga og Freyja. Vid vorum farin ad velta fyrir okkur hvort vid thyrftum ad hafa samband vid Ásberg til ad fá fréttir af thér Freyja! Gott ad allt gengur vel í STÓRU borginni. Notadu nú ekki ljótu ordin of mikid.

10:04 AM  
Blogger Hafrún Ásta said...

Þjónarnir þarna hljóta að vera í svaka góðu formi af öllum þessum hlaupum hehe. Já verra hefði verið ef Stella hefði verið föst í Uruguay en frændi riddari hehe... þó það hafi nú ekki virkað þá er bara að múta liðinu. Það er eins og með íslenskuna Freyja útlendingar læra fyrst blótsyrðin og allt slíkt svo hitt, ef tími gefst til.

Hvenær komið þið svo heim á Frón aftur? þessi spurning er jafnt til Freyju sem ykkar!

11:47 AM  
Blogger Freyja said...

er búin að blogga.
Kem líklega á Frón í maí..

8:34 PM  

Post a Comment

<< Home