Monday, March 27, 2006

Dejlige Danmark

Heimferðin gekk vel. Fórum frá hótelinu um kl. 11 á laugardagsmorgun og vorum komin heim á Emdrupvej 24 tímum síðar en þá var klukkan orðin 16 á sunnudegi í Danmörku. Á flugvellinum í Buenos Aires rákum við augun í nuddara sem tók að sér að nudda bakið á verðandi flugfarþegum. Ég (Stella) skellti mér í nuddstólinn sérkennilega og fékk 15 mínútna meðhöndlun hjá þessum frábæra nuddara. Góður undirbúningur fyrir flugið.

Eftir u.þ.b. 12 tíma flug vorum við komin til Madrid á nýstísku flugvöllinn, þar sem klósettin sturta niður sjálfvirkt, en því miður líka á meðan maður situr og pissar. Á flugvellinum var ströng skoðun, m. a. annars þurftu þeir sem voru með belti að taka það af sér og setja í gegnumlýsingu.

Þegar við lentum í Madrid var kominn morgun í Evrópu en ennþá bara 2 eftir miðnætti í Argentínu svo að nóttin týndist á leiðinni. Eftir nokkra klukkutíma bið,var örstutt flug til Kaupmannahafnar, þ.e. bara 3 tímar og þá fyrst náðum við að sofa aðeins.

Í Danmörku var frekar kuldalegt, snjóföl og eins stigs hiti. En það var gott að koma heim og allt í röð og reglu á heimilinu hjá syninum sem var bara ánægður með að fá okkur heim.

3 Comments:

Blogger Freyja said...

Gott að þið eruð komin heil á húfi til DK. Hlakka til að sjá ykkur eftir 2 vikur!!

7:08 PM  
Blogger Hafrún Ásta said...

Velkomin "Heim" gaman að fylgjast svona með ykkur.

7:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að þið eruð lent heil á húfi í norrænni siðmenningu og kulda.Gaman að fylgjast með ykkur og Freyju á öllu þessu flandri. Hér er allt á bólakafi í snjó en annars allt mjög gott! Knús!

10:34 AM  

Post a Comment

<< Home