Monday, April 03, 2006

Vorið er ....



Vorið er á leiðinni, það er enginn vafi á því. Hitinn hefur hækkað og fugla- söngur aukist. Haustlitirnar eru þó ríkjandi víða eins og sjá má á þessum myndum sem teknar voru í kvöld fyrir utan húsið okkar. Haustlaufið féll aldrei af sumum trjánum svo nú verður gaman að sjá hvort það hopar fyrir nýju laufi á næstunni.


Við fengum góða gesti um helgina. Fyrst kíkti Jóna Finndís inn á föstudagskvöldið, en hún var á leið á stjórnarfund í Hróarskeldu. Hana vantaði að vísu fundarhamar, en hún átti að stjórna fundinum. Ekki gátum við bætt úr því en bentum henni á að gera bara eins og Krútsjof forðum, fara úr öðrum skónum og nota hann sem fundarhamar. Á laugardagskvöldum komu íslenskir tangóvinir í mat, hjón sem eru flutt tímabundið til Köben. Svo nú verðum við að kynna þeim tangólífið hér. Áætlað að byrja næsta föstudagskvöld með því að fara á Tingluti.

2 Comments:

Blogger Freyja said...

Gaman að sjá ykkur blogga. Helga Margrét vinkona mín, minntist á það (að fyrra bragði) áðan að hana langar að fara í tangókennslu í Alþjóðahúsinu. Svo ég lofaði henni að fara með. Þannig að ég er ekki alveg búin að gefa Tangóinn upp á bátinn fyrir Salsa!! Það er hægt að dansa bæði...

9:25 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Skemmtilegar myndir með Jóla og Haustlitum! Takk fyrir komment á síðbúna bloggið mitt og góða skemmtun á Tingluti!

7:40 PM  

Post a Comment

<< Home