Sunday, April 23, 2006

..og kýrnar leika við hvurn sinn fingur

Hér var kúnum hleypt út í dag. Borgarbúar gera sér ferð í sveitina til að fylgjast með rassaköstunum og vorgleðinni sem grípur kýrnar eftir heils vetrar inniveru. 1700 manns voru mætt á eitt býlið, en eitthvað var talað um økologiskar kýr, svo að kannski fá þessar venjulegu alls ekki að fara út.
Við hjónin fórum að dansa tangó um helgina, á Nødebokro á Norður Sjálandi á föstudaginn, hljómsveitin Tangarte spilaði og við hittum þar meirihlutann af ferðafélögunum okkar frá Argentínuferðinni og horfðum á rejselederen okkar sýna dans. Kvöldið eftir ákváðum við svo á síðustu stundu að drífa okkur til Helsingborgar þar sem sama hljómsveitin spilaði á stærsta tangóballi ársins þar. Og þá hittum við sænsku ferðafélagana okkar þrjá. Skemmtileg tangóhelgi og gaman að hitta ferðafélagana aftur. Í dag hefur dagurinn svo verið nýttur að mestu í lestur og verkefnaskrif og við létum okkur nægja að sjá kýrnar í sjónvarpinu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home