Wednesday, January 17, 2007

Prinsessan á púðanum



Táta kom í gær og ætlar að vera okkur til ánægju og skemmtunar um einhvern tíma. Hún hefur áður verið hér í fóstri og var því strax eins og heima hjá sér. Nú hefur yfirráðasvæði hennar aukist frá því sem áður var því fær hún aðgang að vinnuherberginu einnig. Þar inni er rúm fyrir gesti og í því einir 8 púðar. Í dag sáum við að hún búin að ákveða að þarna skyldi hún sofa og þá hafði hún einnig valið sér ákveðinn púða, fínasta púðann á heimilinu, erfðagrip sem Fríða í Haga saumaði!

3 Comments:

Blogger Anna Magga said...

Frábært, þær eru seigar að finna sér besta staðinn. Okkar kisur bjuggu í forstofunni um daginn (annars eru þær yfirleitt í fjárhúsunum) og þá kúrðu þær gjarnan saman í bílstólnum hennar Önnu Lottu, mjög kósí...

5:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

Kisur bjarga sér sko ... Gott að hún er búin að gera sig heimakæra...

6:47 PM  
Blogger Freyja said...

Eg veit ad hun er i godum hondum. Gefid henni knus fra mommu sinni, og segid henni ad hun fai ad komast til Brighton sem fyrst.

2:05 PM  

Post a Comment

<< Home