Wednesday, December 27, 2006



Þá er síðasti unginn floginn úr hreiðrinu. Jón Kristján útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð þann 21. desember og um kvöldið var stúdents- og kveðjuveisla á Hjarðarhaganum. Myndin af systkinunum var tekin þá. Drengurinn flaug síðan til Kaupmannahafnar daginn eftir og hélt jól með kærustunni (sem heitir Louisa) og hennar fjölskyldu. Unga parið er að koma sér fyrir í íbúð á Vesterbro. Við vorum samt ekki bara tvö um jólin, jólagestir voru tvær Sigríðar (- Ósk og - Kristín) ásamt Mats frá Svíþjóð og Freyja var hér á aðfangadagskvöld með kisurnar Gutta og Tátu.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju elskurnar með drenginn og Kristinn minn til hamingju með daginn, sem var of langt liðinn þegar ég mundi eftir að hringja;-) Alltaf jafn gáfuð!! Vona að þið hafið það sem best um áramótin og nýja árið heilsi ykkur fallega... Takk fyrir öll gömlu góðu árin, hlakka til að eyða með ykkur góðum stundum á nýja árinu;-)Knús og kram...

10:43 PM  

Post a Comment

<< Home