Tuesday, July 18, 2006

Tangóturninn


Við höfum haldið áfram að leika túrista og brugðum okkur meira að segja til Malmö á sunnudaginn. Jón Kristján og Louisa komu með og við stóðum í þeirri trú að við gætum farið upp í nýja flotta, snúna turninn. En það reyndist misskilningur, í turninum eru bara prívat íbúðir og skrifstofur, ekki möguleiki fyrir forvitna ferðalanga að svindla sér inn. Við urðum bara að láta okkur nægja að horfa á turninn neðan frá. En hann er nú flottur og hægt að sjá tangósveiflu í honum! Baðströndin þarna er frábær og allt var krökkt af sólþyrstu fólki. En sumir voru í öðrum hugleiðingum og tókst að ryðja sér örlítið svæði milli liggjandi fólksins og dansa þar tangó.

6 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Mjög skondið með sólbaðandi fætur milli hinna dansandi!

8:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að heyra, hvað þið njótið frísins í botn,- vildi svo sannarlega vera hjá ykkur núna en því miður;-( vinna bara og svo suðurferð á morgun. Ég er reyndar að fara til Færeyja 2. ágúst og verð þar í viku í góðu yfirlæti;-)
Hlakka til að fá ykkur heim, sjáumst vonandi sem fyrst, knús þangað til

11:23 AM  
Blogger Kristinn og Stella said...

Við verðum einmitt í Færeyjum 2. ágúst! Sjáumst kannski þar.

Kristinn og Stella

4:12 PM  
Blogger Kristinn og Stella said...

Já við reynum að senda dálítið sólskin og nokkur hitastig til Íslands strax, það er spáð 33 stiga hita hér á morgun.

6:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ja hérna, það væri aldeilis æðislegt ef við myndum hittast í Færeyjum! Verðið þið þar allan daginn,- líklega komið með Norrænu á leið heim? Ég þarf að komast að því hvenær ég lendi og sjá hvort ég næ að hitta ykkur aðeins;-)
Knús þangað til!

5:51 AM  
Blogger Freyja said...

hæ hæ,eg er alltaf of þreytt til að blogga eða gera nokkurn skapaðan hlut þegar ég kem heim úr vinnunni. Gott að sjá að þið eruð að njóta frísins í góða veðrinu. pabbi ég held að þér hafi tekist að senda nokkra sólargeisla hingað til íslands, allavega búið að vera "heitt" í 3 daga í röð. vona að helgin verði eins, því ég er loksins í fríi (er búin að vera á bakvakt og í útköllum meira og minna síðastliðna viku.) Hlakka rosalega til að sjá ykkur.
knús frá freyjunni ykkar.

8:53 PM  

Post a Comment

<< Home