Wednesday, July 18, 2007

Lorca

Thad var med söknudi ad vid yfirgáfum Sella á mánudagsmorgun. Thar áttum vid góda daga, m.a. fórum vid í aevintýralega fjallaferd á laugardaginn, thar sem Kristinn og Carmen skiptust á um ad ráda ferdinni. Kristinn réd í upphafi og valdi rangan veg (um tvo ad velja) úr thorpinu og eftir 8 km akstur, um vegi sem voru verri en á Vestfjordum fyrir 40 árum, tók Carmen vid og kom okkur aftur á rétta braut. Um kvoldid fórum vid í thorpsveislu á adaltorginu. Hún hófst upp úr klukkan 10 um kvöldid med margrétta máltíd. Vid fengum t.d. humar, steikta graena tómata, lifur, blódmör, smokkfisk, svínakjöt med kartöflum og ístertu. Torgid var théttsetid (um 400 manns) og mikid fjor. Eftir matinn var flugeldasýning í stadinn fyrir bingo, sem flestir áttu von á og sídan spiladi hljómsveit fyrir dansi til klukkan 6 um morguninn.
Vid komum hingad til Lorca á mánudaginn var. Í gaer fórum vid vída, keyrdum ad ströndinni thar sem vid skodudum yfirgefin hernadarmannvirki, risastórar fallbyssur sem sumir telja (ranglega) ad hafi verid notadar í kvikmyndinni "Byssurnar í Navarrone". Fórum á badströnd og ýmislegt fleira og komumst ad thví hve Carmen er thrjósk. Kristinn neitadi ad beygja inn á ormjóan malatrodning og thá lét hún okkur fara alls konar krókaleidir tar til vid vorum aftur komin ad sömu beygju!! Thá hlýddum vid henni og skelltum okkur á trodninginn, sem ad lokum leiddi okkur á áfangastad.
Í dag skodudum vid kastalann í Lorca og sloppudum sídan af vid sundlaugina thar sem vid gistum. Thad er frekar hlýtt hér, vid hofum ekki thurft ad nota flíspeysurnar ennthá. Í dag fór hitinn í 40 grádur.
Á morgun höldum vid upp í Sierra Nevada fjöllin og verdum thar í viku. Thad er ólíklegt ad vid komumst á Netid thar.

3 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Gaman að fylgjast með ykkur hér, svo langt sem það nær ... og henni Carmen sem virðist vera að ná svona fínum tökum á ykkur!
Kær kveðja frá Vesturströnd Svíþjóðar

11:41 PM  
Blogger Freyja said...

Hver ætli sé þrjóskari, Carmen eða Kristinn? Það ætti að vera að hægt að stilla Carmen á að velja fljótustu leiðina eða stystu leiðina, leið um hraðbraut, eða ekki hraðbraut osfrv. Þið gætuð prófað ykkur áfram og séð hvort hún skipti þá ekki um skoðun og verði sammála pabba?

Annars vona ég bara að þið hafið það ofsalega gott. Það er gaman að geta fylgst aðeins með ykkur.
Góða skemmtun áfram.
knús frá dótturinni í Brighton

6:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að fá fréttir af ferðalaginu. Vona að garmurinn(eða Carmen)verði samstarfsfús. Hér hefur verið hlýtt og þurrt svo jafnvel hörðustu heyskaparmenn eru farnir að horfa eftir rigningarskýjum með eftirvæntingu.Kveðja frá Boggu

12:54 PM  

Post a Comment

<< Home