Sunday, July 29, 2007

Flamenco

Vid byrjudum laugardaginn med heimsókn í gamalt virki frá tímum Mára. Thar eru fallegir gardar, arabísk böd, moska og höll. Efst í höllinni er furduverk sem kallast Camara oscura. Vid fórum inn í lítid herbergi ásamt leidsögumanni og nokkrum ödrum ferdamönnum. Í midju herberginu var stór skífa, eda bord, med hreyfanlegri íhvolfri plötu. Vid rödudum okkur í kringum bordid og leidsögumadurinn slökkti ljósin og thá birtist okkur borgin á bordplötunni. Thetta var ekki kvikmynd heldur borgin "í beinni" í gegnum spegla og linsur, sem stjórnad var med handafli. Thetta var thaegileg og skemmtileg leid til ad skoda borgina undir leidsögn.
Um midjan daginn aetludum vid á flamencosýningu í sígaunahverfinu. Vid bidum drjúga stund í 40 stiga hita fyrir utan sýningarstadinn, allt lokad og laest. Svo kom ungur madur á raudum sportbíl og sagdi okkur ad thad vaeri engin sýning! Vid gengum vonsvikin í áttina ad midbaenum, alveg ad stikna. Allt í einu sáum vid opinn bar og skelltum okkur thangad inn. Thetta var lítill bar en mikid fjör og tharna fengum vid alveg óvaent ofurlitla flamencosýningu. Eldri madur sem hafdi setid vid barinn fór allt einu ad dansa flamenco og syngja og vidstaddir klöppudu taktana. Barthjónninn spurdi hvadan vid vaerum og thegar vid sögdum thad sagdi hann, er ekki Björk thadan? Um kvöldid fórum vid svo aftur á stadinn sem var lokadur um midjan daginn og sáum mjög skemmtilega flamenco sýningu med söng, dansi og gítarleik. Ungi madurinn á rauda sportbílnum var tharna maettur og lék á gítarinn af mikilli list.

3 Comments:

Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Hljómar vel! Allt nema hitinn ...
Gaman að lesa.
Kær kveðja/kristín

9:58 AM  
Blogger Jón Kristján said...

Vá. Ég hefði verið til í að sjá þetta spegla/linsu dæmi.

Kær kveðja,
Týndi sonurinn

6:49 AM  
Blogger Freyja said...

oh en gaman! Jú þið megið alveg senda smá sól og hita hingað til UK. Ekki veitir af. Þetta er víst leiðinlegasta sumar í manna minnum hérna.

11:46 AM  

Post a Comment

<< Home