Komin heim

Við komum heim í fyrrakvöld. Ísland tók á móti okkur með rigningu og þoku og það var ekki fyrr en í gær sem létti til. Það er reyndar ósköp gott að koma heim, en þetta fjögurra vikna frí á Spáni er búið að vera alveg frábært í alla staði, bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Það eina sem brást, var að við fundum engar milongur (tangó), upplýsingar á netinu reyndust vera gamlar. En að öðru leyti voru allar okkar væntingar uppfylltar og meira en það.
4 Comments:
Velkomin heim, gott að ferðin var góð og þið komust heil heim(líklega með Carmenar hjálp;-)?)Knús í eldhúslausa kotið(mér sem fannst innréttingin svo flott!)
Fínar myndir og flott fjöll, en hvaða steypugæja er Stella eiginlega komin með?
KB
get ekki beðið eftir að koma heim um jólin og sjá eldhúsið (og ykkur auðvitað)
Velkomin heim og vá hlakka til að sjá nýja eldhúsið... Jey Freyja kemurðu heim um jólin og Jón Kristján líka STUÐ ... Kynni fyrir ykkur nýjan fjölskyldumeðlim...
Post a Comment
<< Home