Saturday, August 11, 2007

Komin heim



Við komum heim í fyrrakvöld. Ísland tók á móti okkur með rigningu og þoku og það var ekki fyrr en í gær sem létti til. Það er reyndar ósköp gott að koma heim, en þetta fjögurra vikna frí á Spáni er búið að vera alveg frábært í alla staði, bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Það eina sem brást, var að við fundum engar milongur (tangó), upplýsingar á netinu reyndust vera gamlar. En að öðru leyti voru allar okkar væntingar uppfylltar og meira en það.

Í morgun fékk Kristinn leyfi til að rústa eldhúsinu okkar, þ.e. ljúka við að rífa neðri skápana og vaskurinn fékk að fjúka. Eldamennska á heimilinu verður með einföldu sniði á næstunni.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Velkomin heim, gott að ferðin var góð og þið komust heil heim(líklega með Carmenar hjálp;-)?)Knús í eldhúslausa kotið(mér sem fannst innréttingin svo flott!)

12:53 PM  
Blogger Kristín Bjarnadóttir said...

Fínar myndir og flott fjöll, en hvaða steypugæja er Stella eiginlega komin með?
KB

1:14 AM  
Blogger Freyja said...

get ekki beðið eftir að koma heim um jólin og sjá eldhúsið (og ykkur auðvitað)

10:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

Velkomin heim og vá hlakka til að sjá nýja eldhúsið... Jey Freyja kemurðu heim um jólin og Jón Kristján líka STUÐ ... Kynni fyrir ykkur nýjan fjölskyldumeðlim...

7:08 PM  

Post a Comment

<< Home