Wednesday, July 09, 2008

Metró bregst ekki!

Eins og áður sagði tel ég mig vera orðinn sérfræðing í metrólestarkerfi Barcelóna, enda lærir maður mest af mistökunum. Metrólestirnar er mjög þægilegar í notkun og fljótar í förum (þegar þær á annað borð hreyfast!). Allar merkingar eru greinilegar og vel hugsað um farþegana. Sem dæmi get ég tekið lestarstöðina DIAGONAL, sem er í uppáhaldi hjá mér. Þar standa nú yfir miklar framkvæmdir og af þeim sökum verða farþegarnir að fara upp á yfirborð jarðar og ganga um það bil ½ km eftir ýmsum götum og fara aftur niður til að skipta um lest! En TMB hugsar um sína. Leiðin er rækilega merkt, eins og sjá má á myndunum og til þess að farþegarnig gangi ekki á ljósastaura á leiðinni er leiðin framhjá þeim sýnd greinilega! DIAGONAL er í uppáhaldi hjá mér vegna þess hve gaman er að fylgjast með fólki þegar það þessa leið. Margir gæta þess vandlega að ganga á línunni alla leið, eins og konan á mynd 3. Enn fleiri leggja ekki í að stytta sér leið eða veita því ekki athygli að það er hægt sums staðar heldur fylgja línunni samviskusamlega og taka krappa vinkilbeygju eins og herrann á 4. mynd er um það bil að fara að gera. Það er hægt að skemmta sér yfir ýmsu!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home