Monday, May 01, 2006

gullfiskur

Já Stella er, eða réttara sagt VAR gullfiskur, á sýningu dansks listamanns í Austurríki. Var ásamt 9 öðrum gullfiskum í því áhættusama hlutverki að vera í blandara, og einn sýningargesturinn setti í gang blandarann sem Stella var í. Þar með var hún send í eilífðina. Svipað atvik gerðist fyrst fyrir einhverjum árum þegar sami listamaður var með hliðstæða sýningu á Jótlandi. Glögga vinkonan hennar Kristínar mundi þetta (sjá komment á síðasta bloggi). Blandarinn okkar eða réttara sagt töfrasprotinn sem við keyptum hefur hins vegar legið ónotaður þar til í dag. Nú er hann notaður til að búa til mjólkurhristing fyrir dótturina sem var að koma úr kjálkaskurðaðgerð nr. tvö. Og hann nýtist vel og engin slys á fólki, fuglum né fiskum á þessu heimili þessa dagana.