Monday, March 27, 2006

Dejlige Danmark

Heimferðin gekk vel. Fórum frá hótelinu um kl. 11 á laugardagsmorgun og vorum komin heim á Emdrupvej 24 tímum síðar en þá var klukkan orðin 16 á sunnudegi í Danmörku. Á flugvellinum í Buenos Aires rákum við augun í nuddara sem tók að sér að nudda bakið á verðandi flugfarþegum. Ég (Stella) skellti mér í nuddstólinn sérkennilega og fékk 15 mínútna meðhöndlun hjá þessum frábæra nuddara. Góður undirbúningur fyrir flugið.

Eftir u.þ.b. 12 tíma flug vorum við komin til Madrid á nýstísku flugvöllinn, þar sem klósettin sturta niður sjálfvirkt, en því miður líka á meðan maður situr og pissar. Á flugvellinum var ströng skoðun, m. a. annars þurftu þeir sem voru með belti að taka það af sér og setja í gegnumlýsingu.

Þegar við lentum í Madrid var kominn morgun í Evrópu en ennþá bara 2 eftir miðnætti í Argentínu svo að nóttin týndist á leiðinni. Eftir nokkra klukkutíma bið,var örstutt flug til Kaupmannahafnar, þ.e. bara 3 tímar og þá fyrst náðum við að sofa aðeins.

Í Danmörku var frekar kuldalegt, snjóföl og eins stigs hiti. En það var gott að koma heim og allt í röð og reglu á heimilinu hjá syninum sem var bara ánægður með að fá okkur heim.

Saturday, March 25, 2006

À leid heim

Frída á afmaeli í dag - Til hamingju med daginn, Frída!

Í gaer voru 30 ár frá valdaráni herforingjastjórnarinnar og thví mikid um ad vera. Thinghúsid og forsetahollin eru vid sinn hvorn enda gotunnar sem vid búum vid. Gatan var thví sneisafull af mòtmaelendum frá hádegi fram á kvold, med tilheyrandi bumbuslaetti, song og sprengingum. Flestir mótmaelendur virtust fridsamlegir, en sumir huldu andlitin med klútum og svefludu bareflum. Rúdurnar á hótelherberginu okkar (á 6. haed) titrudu, svo mikid gekk á stundum! Okkur tókst ad komast í gegnum mannfjoldann um kvoldid til ad fara út ad borda og gengum svo nokkurn spol til ad ná í leigubíl. Thegar vid vorum sest inn í bílinn laesti bílstjórinn ollum dyrum, thad hofdum vid ekki upplifad ádur. Veitingastadurinn var líka laestur, en okkur var hleypt inn. Thad er greinilegt ad fólk hefur varann á thegar svona ástand er í borginni.

Nú á laugardagsmorgni er allt med ró og spekt og vid á leid úr landi.

Monday, March 20, 2006

Kyrrsett í Uruguay?

Ferdin til Tigre var frábaer. Vid sigldum á litlu skipi út í einn óshólmann. Thar er veitingahús, sundlaug og badstrond. Vid fengum gódan hádegisverd, syntum og sóludum okkur og fengum svo tangókennslu seinnpartinn. Sigldum svo heim undir stjornbjortum himni.

Í gaer fórum vid ásamt tveimur ferdafélogum, saenskri og danskri konu, til Uruguay. Thad var thriggja tíma sigling á ferju yfir fljótid Rio De la Plata, til gamals nýlendubaejar sem heitir Colonia Del Sacaramento. Baerinn er á heimsminjaskrá UNESCO og er afskaplega vinalegur og notalegur. Vid roltum um gamla baeinn og nutum fridsaeldarinnar eftir storborgarysinn í Buenos Aires. Í Buenos Aires búa 12-14 milljónir svo Colonia er eins og lítid sveitathorp. Fólkid er einstaklega elskulegt og heidarlegt. Á tveimur veitingastodum gleymdum vid hlutum en fengum thá aftur. Fyrra skiptid var á veitingahúsi thar sem vid bordudum hádegismat. Vid vorum kominn nokkud langt í burtu frá veitingastadnum og búin ad fara í eina búd og vera thar drjúga stund. Thegar vid komum út úr búdinni sáum vid thjónustustúlkuna af veitingahúsinu, hún stód á gotuhorni og skimadi um allt. Thegar hún sá okkur kalladi hún og sagdi ad hún hefdi séd tosku vid bordid okkar og héldi ad vid aettum hana. Vid gengum med henni til baka og mikid rétt thetta var snyrtitaskan med solarvorninni. Í seinna skiptid gleymdi danska konan peysu á kaffihúsi og thad sama gerdist, thjónnin kom á eftir okkur med peysuna.

Um kvoldid sátum vid á strondinni og horfdum á solarlagid. Héldum sídan til hafnarinnar til ad taka hradbátinn (1 klst.) til Buenos Aires. Eftir ad hafa stadid lengi í bidrod komumst vid loksins í vegabréfsskodunina. Thá kom í ljós ad vid áttum ad skila einhverjum snepli sem hafdi verid hluti af Boarding Pass um morguninn. Eftir fum og fát fundu allir sinn snepil, nema Stella. Nú reyndust god rád dýr, átti Stella ad verda eftir eda var haegt ad bjarga thessu á einhvern hátt. Kristinn byrjadi ad rífast á spaensku en thad bar engan árangur. Ad lokum dró Stella upp veskid og borgadi 17 dollara og skrifadi undir eitthvert skjal sem hún skildi alls ekki hvad stód á (kannski lofadi hún ad koma aldrei aftur til Uruguay) og thá fékk hún ad fara med okkur hinum.

Í dag er ljómandi vedur hér í Buenos Aires, áfram sólskin og hiti!

Friday, March 17, 2006

Rigning, rigning, rigning!

Thad hellirigndi í dag, thridja daginn í thessari viku. Nú er stytt upp og hid besta vedur.

Thad er svo mikid ad gera hjá okkur ad vid hofum ekki tíma til ad blogga nema endrum og eins. Á thridjudaginn var dansk-saenskt bod heima hjá Helen og vid fengum ad vera íslenskt ívaf. Gaman ad koma til hennar og glaesilegar móttokur og eftir matinn var bodid upp íslenskt brennivín. Einn danski ferdafélagi okkar saknadi reyndar hákarlsins og hélt fyrirlestur um verkun hans. Ein af saensku konunum hélt lofraedu um Ísland og sérstaklega íslenska hestinn. Gód landkynning tharna án okkar íhlutunar.

Í gaer fórum vid á síddegismilongu og sá sem vísadi okkur til saetis spurdi hvort vid vildum sitja saman eda hvort í sínu lagi. Stella ákvad allt í einu ad prófa ad sitja á kvennasvaedinu og láta reyna á thad hvort haegt vaeri ad nota bara augnarád og hofudhneygingu til ad bjóda upp. Ekki gekk mjog vel til ad byrja med, sá fyrsti sem Stella nádi sambandi vid var MJOG gamall, alveg tannlaus og dansadi frekar undarlega. En hann hló og skríkti og taladi spaensku án afláts. Eftir thetta lá leidin upp á vid, eda thannig, og ég (Stella) dansadi vid nokkra ágaeta herra og ad minnsta kosti tveir voru á aldur vid mig og voru mjog gódir dansarar.

Á morgun forum vid til Tigre og á sunnudaginn til Uruguay. Segjum frá thví eftir helgi.

Monday, March 13, 2006

Nýja konan

Hitinn í dag er áfram 30 stig, gód tilbreyting frá kuldanum í Kaupmannahofn. Byrjudum í tangóskólanum í morgun hjá Claudiu. Hún er gódur kennari, tók Stellu í sérkennslu og skiladi henni svo aftur til Kristins og sagdi "Hér kemur alveg ný kona!"

Í gaer fórum á markadinn á Plaza Dorrego. Thar var El Indio ad dansa eins og venjulega á sunnudogum.

Ferdafélagarnir eru skemmtilegir, thótt tveir theirra hafi verid smeykir í fyrstu vid Íslendingana sem eru alltaf ad kaupa eitthvad í útlondum (Magasin o. fl. fyrirtaeki í Danmorku).

Saturday, March 11, 2006

Stora stokkid gekk vel. Vid erum komin i sumarid i Buenos Aires og erum alsael. Hittum islenska tanghopinn i gaer. Forum med theim ut ad borda um kvoldid og sidan ad dansa.

Hotelid er agaett og a mjog godum stad, eins og vid vissum. Thad er svolitid skritid system a ljosunum i herberginu, minnir a stuttmynd eftir Jon Kristinsson "Lamper"

Kristinn for i fyrsta spaenskutimann hja Carmen i morgun og gekk mjog vel (ad eigin sogn).

Vonum ad allt gangi vel tharna a nordurhveli jardar.

Hasta luego!

Thursday, March 09, 2006

Stóra stökkið!

Það er sólskin í Kaupmannahöfn, hiti við frostmark, vetur en vorið á næsta leiti - vonandi. Í dag stökkvum við yfir Atlantshafið, til Buenos Aires. Þar er líka sólskin, hiti 26 gráður, sumar en haustið við næsta horn - örugglega.

Við munum hitta ferðafélaga okkar á Kastrup klukkan 14 og fljúgum þaðan kl. 16 til Madríd. Þar þar þurfum við að bíða í tæpa 4 tíma, fljúgum á miðnætti til Buenos Aires. Það verður því nægur tími til að spjalla við og kynnast samferðarfólkinu, sem eru bæði Danir og Svíar, en við erum nítján í hópnum. Við reynum að vera dugleg að blogga næstu daga og kíkjum líka á tölvupóstinn okkar kjogsb@simnet.is