Thursday, March 24, 2005

Sídasti dagurinn!

Thá er sídasti dagurinn okkar hér í Buenos Aires runninn upp. Í fyrramálid forum vid út á flugvoll, thessir átta sem enn eru á hótelinu, og leggjum í langferdina heim.

Vid aetlum ad nota daginn, kvolid og nottina vel. Bordum saman sídustu kvoldmáltídina (passar vel á Skírdag) med Hany og Bryndísi, sem verda áfram hér. Ad málídinni lokinni verdur farid á Idealen, en thar spilar hljómsveitin Fernandes Fierro.

Í gaerkvoldi fórum vid á La National og donsudum dálítid. Thad er farid ad hausta hér en vedrid er samt mjog gott.

Tuesday, March 22, 2005

Leigubílstjórar í Buenos Aires

22. mars

Vid notum leigubílana mikid vegna thess hve ódýrt er ad ferdast med theim, á íslenskan maelikvarda. Leigibílarnir eru okkur kunnuglegir, flestir af gerdinni Renault 19 og komnir nokkud til ára sinna (eins og annar heimilisbílinn á Hjardarhaga 26). Bílstjórarnir eru vingjarnlegir eins og allir hér og vilja gjarnan spjalla. Einn theirra, sem er mikill tangóáhugamadur, keyrdi okkur í skóbúd einn daginn og tveimur dogum seinna sáum vid hann og thá stoppadi hann til ad heilsa okkur og spyrja hvernig hefdi gengid í skóbúdinni. En their keyra eins og farthegarnir thurfi ad komast á slysavardsstofu eins fljótt og mogulegt er. Á nóttunni aka their sérstaklega hratt, thegar umferdin er minni, thá er thad ekki fyrir bílhraedda ad ferdast med theim!

Thad er líka mjog ódýrt ad borda á veitingahúsum hérna og thjónustan er hreint frábaer! Vid forum thví gjarnan á mjog gód veitingahús og thó madur panti fyrir mistok dýrasta vínid á stadnum!, setur thad mann ekki á hausinn.

Vid fórum á nýju milonguna hennar Helen í gaerkveldi. Thetta er mjog huggulegur stadur med tveimur solum. Vid byrjudum í minni salnum rétt fyrir midnaetti. har var diskótek og frekar throngt en um hálftrjú faerdu allir sig upp í stóran og fínan sal med svidi thar sem Narcotango lék í u.t.b. 3 korter.

Monday, March 21, 2005

Boca Juniors

Mánudagur 21. mars

Í gaer og í dag hefur verid skýjad og í gaer ringdi dálítid um tíma.

Í gaer fórum vid 5 karlar og Bryndís á stórleik á La Bombonera (en thad er heimavollur Boca Juniors kalladur). Thad var frekar svalt á vellinum en stemningin ótrúleg! Heimalidid vann 2:1 svo ad ekki spillti thad fyrir gledi áhorfenda. Á medan vid 6 vorum á vellinum fóru hinir á markadinn í Recoleta. Thar var handverksfólk ad selja fallega hluti.

Á laugardagskvoldid fórum vid á Salon Canning og um kl 3 fóru sumir á Viruta og voru thar fram á morgun! (Fyrir Kristínu: Thad var Lo Celia sem var lokud med kedju og hengilás)

Vid hittum Helen á Canning og í kvold forum vid oll á stadinn sem hún og kaerastinn eru ad opna. Stadurinn heitir La Vikinga og thar mun hljómsveitin Narcotango spila.

Á eftir forum vid ad skoda óperuna, Teatro Colon.

Saturday, March 19, 2005

Fyrsti einkatíminn í tangó!

Laugardagur 18. mars

Vid vorum ad koma úr einkatíma hjá Cecilíu. Erfitt, en mjog gott!!! Í gaerkvoldi aetludum vid fjogur saman á milongu sem búid var ad maela med. Thegar vid maettum thangad var allt lokad, kedja og lás fyrir dyrum. Vid héldum thá á annan stad sem heitir Club Gricel. Thar var margt fólk og gaman ad dansa, ef vid possudum ad fara ekki innst í salinn thar sem sumar fjalirnar voru lausar og mishaedótt gólfid. Engir árekstrar, allir mjog kurteisir og tillitssamir.

Vedrid: léttskýjad, vel heitt, andvari.

Friday, March 18, 2005

Color Tango

Sídasti hóptíminn hjá Ceciliu var í gaer, á morgun forum vid í einkatíma hjá henni. Í gaerkveldi var kvedjukvoldverdur vegna theirra sem voru ad fara heim í dag og ad honum loknum fóru allir á Confitería Ideal, glaesilegur salur og lifandi tónlist. Hin frábaera hljómsveit Color Tango lék fyrir dansi.

Í gaerkveldi fór ad hellirigna en í dag skín sól.

Wednesday, March 16, 2005

Vandraedi bloggaranna í Buenos Aires!

Vid hofum átt í nokkrum erfidleikum med ad koma blogginu okkar út á Netid. Í fyrsta sinnid sem vid aetludum ad setja frásogn á bloggsíduna vorum vid búin ad skrifa heljarlanga frásogn af erfidleikunum sem vid lentum í á flugvellinum í London, en their voru mun dramatískari en kemur fram á bloggsídunni. Thegar frásognin mikla var tilbúin ýtti Kristinn á vitlausan hnapp og allt hvarf út á sléttur Argentínu eda eitthvad og sást ekki meir. Frásognin var thví fátaeklegri en ella. Og í morgun gerdist thetta aftur, long og ýtarleg frásogn, á meitludu íslensku máli en allt gufadi upp eins og dogg fyrir argentískri sól.

Vid fórum á glaesilega tangósýningu í leikhúsi vid Corrientes í gaerkveldi. Thar sýndu kennarar af CITA hátídinni. Ad sýningu lokinni fór hluti hópsins á Salon Canning, en thar var ball í tengslum vid hátídina. Fyrir sýningu fórum vid nokkur á veitingastad sem er rétt hjá leikhúsinu, en vid hofdum aetlad á thann stad fyrsta kvoldid okkar í borginni. Stadurinn heitir Los Inmortales (Hinir Ódaudlegu), en thegar vid komum á stadinn var thett veitingahús horfid en annad komid í stadinn, Il Gatto (sem thýdir Kotturinn á ítolsku). Vid spurdumst fyrir um Hina ódaudlegu og fengum ad vita ad their vaeru haettur, daudir thrátt fyrir nafnid. Thett thóttu okkur slaemar fréttir, en í gaer rákumst vid á Los Inmortales fyrir tilviljun, their voru sprellifandi en hofdu faert sig á Corrientes. Svo vid skellum okkur thangad strax um kvoldid og urdum ekki fyrir vonbrigdum!

Í morgun fórum vid kennararnir í hópnum í óvaenta skólaheimsókn. Vid fréttum af grunnskóla sem vaeri vid hlidina á hótelinu og ákvádum ad skella okkur í skyndiheimsókn. Okkur var tekid af ljúfmennsku og ferdin var hin skemmtilegasta.

Annar tíminn hjá Ceciliu var seinnipartinn í dag og heppnadist enn betur en sá fyrsti og í kvold fer allur hópurinn á stad sem heitir Niño bien. Thar dansa thrír kennarar á CITA hátídinni. Mjog spennandi!

Hér eru leigubílar mjog ódýrir svo vid notum thá mikid. Thad er líka gaman vegna thess ad thad er haegt ad spjalla vid thá og aefa sig í spaenskunni. Thad er upplagt ad byrja á ad tala um tangó. Vid erum búin ad vera hjá tveimur bílstjórum sem sogdust dansa tangó mikid og hefdu gert thad áratugum saman. Thá er líka óbrigdult ad spyrja um fótboltann, thá losnar verulega um málbeinid!

Úff, nú verdum vid ad passa ad fara rétt ad!!!!!!!!!!!!!!

Tangósýning í Teatro Astral

Thad er búid ad opna flestar milongurnar (tangódansstadina) aftur undir somu nofnum en hvort their eru á somu stodum vitum vid ekki. Í kvold verdur farid á La Nacional og í gaerkveldi fórum vid nokkur úr hópnum aftur á Canning eftir tangósýningu í Teatro Astral. Hér er í gangi mikil tangóhátíd, CITA hátídin, og kennararnir á theirri hátíd voru med sýningu á mánudagskvold og í gaerkveldi og thá fórum vid. Sýningin var stórkostleg, dansatridin ólík og kennararnir á ýmsum aldri. Thar dansadi m.a. parid sem kemur naesta haust til Íslands til ad kenna á tangóhátídinni.

Fyrsti tíminn hjá Ceciliu gekk ágaetlega og vid forum í annan tíma í dag. Cecilia er einnig ad kenna á CITA svo ad hún hefur nóg ad gera.

Ádan skruppum vid kennararnir í hópnum ásamt hirdljósmyndara (einn úr hópnum sem ekki er kennari) í heimsókn í grunnskóla í nágrenni hótelsins. Thetta var skyndiákvordun og vid gerdum ekki bod á undan okkur. Vel var tekid á móti okkur og thad var gaman ad kíkja inn í stofurnar, eins og ad stokkva aftur um hálfa old eda svo.

Tuesday, March 15, 2005

Las Pampas

Í gaer, mánudag, var haldid út á slétturnar á búgardinn, La Fortuna. Thetta var thriggja tíma ferd í rútu hvora leid en thad var thess virdi, vid skemmtum okkur prýdilega og fannst gaman ad upplifa vídáttuna.

Í dag er a.m.k. 26 stiga hiti og heidskírt. Í morgun fórum vid í skóbúd og keyptum okkur nýja tangóskó og skruppum í bókabúdina sem Kristín benti okkur á, vid Corrientes.

Erum núna ad halda af stad í fyrsta tangótímann hjá Ceciliu! Vonum ad thid heima á Íslandi, Svíthjód og Danmorku lifid kuldann af.

El Indio brást ekki!

Á sunnudaginn héldum vìd á markadinn á Plaza Dorrego. Thar idadi allt af lífi thegar vid komum thangad og eftir ad hafa rolt adeins um sýndu Hany og Bryndís okkur hvar El Indio héldi sig. Eins og vid var ad búast heilladi hann alla baedi sem persóna og dansari. Vid fylgdust med honum dansa thrjá dansa vid domuna sína og inn á milli dansanna var hann med fyrirlestra um naudsyn thess ad tala saman og dansa (og lesa baekur) i stad thess ad gleyma sér fyrir framan tolvur og sjónvarp. Thegar hann tók sér hlé fórum vid hjónin á veitingastad og fengum okkur snarl en héldum svo aftur á markadinn. Addráttarafl El Indio er mikid thví ádur en vid vissum vorum aftur komin á hornid hans. Thar hljómadi tangótónlistin og hópur áhorfenda stód og hlustadi og fylgdust med El Indio og stúlkunni hans. En thau voru ekki ad dansa heldur sátu á stólum í nokkurri fjarlaegd hvort frá odru nidursokkin í bóklestur!

Vid roltum sídan af Plaza Dorrego nidur á Plaza de Mayo, med vidkomu á ýmsum hlidarmorkudum. Eftir thví sem vid fjarlaegdumst Pl. D. virtist okkur munirnir sem voru til solu verda betri. Á sídustu hlidargotunni voru margir fínir munir. Thar keyptum vid belti o.fl.

Svo var haldid á elsta kaffihús borgarinnar, Café Tortoni. Thad var frábaert, thangad forum vid aftur!

Um kvoldid fór hópurinn á El Beso (Kossinn), til ad dansa og horfa á El Pájaro (Fuglinn) dansa tango og milonga. El Pájaro var flottur eins og vid var ad búast, vid hofdum séd hann dansa í Sitges s.l. sumar.

Sunday, March 13, 2005

Kvoldverdur og tangosýning

Í gaerkvold fór hópurinn út ad borda á einu fínasta steikhúsi borgarinnar, Las Lilas. Thad er í Puerta Madero, sem er nýjasta hverfid og er vid Silfurána. Vid sátum úti og moskítóflugur voru ad plaga okkur dálítid. Thjónarnir komu strax med spreybrúsa og allir spreyudu sig hátt og lágt. Thad dugdi nokkud vel en thó var ad minnsta kosti ein sem var bitin. Vid fengum ýmis konar matarsýnishorn í forrétt, m.a. steiktan hóstakirtil sem féll fólk misvel í ged. Adalrétturinn var ad sjálfsogdu heljarstór og bragdgód nautasteik med gódu raudvíni.

Ad loknum kvoldverdi var haldid á "El viejo Almacén" (Gamla pakkhúsid). Thar var salurinn ordinn fullur af áhorfendum, sem bidu eftir thví ad sýningin haefist. Í midjum salnum var thó autt svaedi sem tekid var frá fyrir okkur. Thegar vid gengum í salin leid okkur eins kóngum og drottningum sem ganga sídast í salinn og thá getur sýningin hafist.

Vid skemmtum okkur ágaetlega, sumt var vel gert en annad ekki. Megin uppstada sýningarinnar var tangódans og songur en um midja sýningu skemmti frábaer inkahljómsveit.

I dag aetlum vid á markadinn á Plaza Dorrego og vonandi sjáum vid El Indio dansa thar.

Ef einhver les thetta vaeri gaman ad fa comment.

Saturday, March 12, 2005

Ferdin og fyrstu dagarnir

Vid erum komin til Buenos Aires og hofum thad gott! Ferdin gekk ekki alveg snudrulaust fyrir sig. Fluginu frá Keflavik seinkadi svo ad thegar vid vorum komin til London thurftum vid ad taka á sprett á milli flugvéla. Vid nádum oll flugvélinni en ekki allur farangurinn. Nokkrir thurftu thví ad byrja á thví ad kaupa dansskó og fot fyrir fyrsta kvoldid. Thad kvold fórum vid á milongu og sýningu á Canning.

Í dag var farid í skodunarferd um borgina med innlendum leidsogumanni og í kvold fer hópurinn saman ad borda og á tangósýningu.

Wednesday, March 09, 2005

Argentínuferð

Á morgun rennur upp langþráður dagur! Allt að verða tilbúið, töskur að fyllast, gjaldeyrir í veskjum, svefnpúðar, svefntöflur o.þ.u. l. fyrir 18 tíma flugið á sínum stað. Eftir kennslu á morgun munu tangódansarar úr Vesturbænum bíða okkar á bílastæðinu við Öskjuhlíðarskóla og svo verður brunað suður á völl.

Við höfum ákveðið að reyna að blogga þessa daga í stað þess að vera að senda öllum tölvupóst. Gengur vonandi.