Saturday, August 11, 2007

Komin heim



Við komum heim í fyrrakvöld. Ísland tók á móti okkur með rigningu og þoku og það var ekki fyrr en í gær sem létti til. Það er reyndar ósköp gott að koma heim, en þetta fjögurra vikna frí á Spáni er búið að vera alveg frábært í alla staði, bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Það eina sem brást, var að við fundum engar milongur (tangó), upplýsingar á netinu reyndust vera gamlar. En að öðru leyti voru allar okkar væntingar uppfylltar og meira en það.

Í morgun fékk Kristinn leyfi til að rústa eldhúsinu okkar, þ.e. ljúka við að rífa neðri skápana og vaskurinn fékk að fjúka. Eldamennska á heimilinu verður með einföldu sniði á næstunni.

Saturday, August 04, 2007

Komin í svalann!

Eftir 3 daga í steikarpönnunni Córdoba er svalt og hressandi ad vera hér í Alicante. Hitinn fer rétt yfir 30 stig og thad er svalur gustur af hafinu. Vid vorum 8 tíma á leidinni frá Córdoba til Alicante enda ákvad Carmen ad thraeda seinfarna ólífuleid í upphafi ferdar. Nú erum vid búin ad skila litla saeta loftkaelda bílnum og Carmen komin inn í skáp.

Hér gilda B-in 3, badströnd, búdir og bjór. Reyndar eru hér hallir og kastalar ad skoda ef tími vinnst til. Alicante er vinaleg lítil borg, ca. 320.000 íbúar, og ströndin er fín.