Monday, June 30, 2008

Viva España


Ég kom til Barcelona s.l. föstudag og um leid og ég hafdi komid mér fyrir á hostelinu fór ég ad leita ad rakarastofu. Eftir langa leit fann ég stofu thar sem ég gat komist ad sídar um daginn og tveimur tímum sídar, kl. 18, fékk ég mér saeti hjá snodklipptum ungum rakara. Ég var svo threyttur ad mér rann í brjóst og thegar ég vaknadi leit ég út eins og rakarinn, snodklipptur!



Á laugardagskvöldid fór ég á milongu (tangóball) sem átti ad hefjast kl. 22:30. Eins og venjulega hér í Barcelona var ekki audvelt ad finna milonguna en tókst thó ad lokum. Ég reyndist vera fyrsti gesturinn, samt var klukkan ordin 23:30. Thegar ég hafdi greitt adgangseyrinn gekk ég inn í herbergi á staerd vid stofuna heima. Thar leitadi ég ad dyrum inn í danssalinn en árangurslaust. Thá gerdi ég mér grein fyrir ad ég var í danssalnum! Í einu horninu var stóll og tölva fyrir Dj-inn, í ödru horni haegindastóll, í thridja horninu stór bolti sem haegt var ad nota sem saeti og svo einn trébekkur fyrir tvo rassa og 3 stórir púdirn nálaegt haegindastólnum. Ég fékk mér saeti í haegindastólum og beid drjúga stund eftir fleiri gestum. Um midnaetti streymdu their inn og thett vard hin ágaetasta milonga. Thegar leid á nóttina fékk ég ad vita ad thetta vaeri sídasta milongan á thessum stad vegna kvartana nágranna yfir tónlistinni og vegna thess ad thad er engin loftraesting (-kaeling)! Vegna kvartana nágranna mátti hvorki opna dyr né glugga og fljótlega var ordid grídarlega heitt, allir lödrandi í svita. Thegar ég kvaddi fékk ég ad vita ad thad vaeru tvaer milongur daginn eftir, önnur í molli (kl. 18) vid höfnina, hin í stórum almenningsgardi (kl. 20).





Á milongunni taladi fólk sífellt um hvad vaeri heitt thessa dagana. Ég skildi thad ekki vegna thess ad mér fannst hitinn vera um 26-7 grádur. Daginn eftir sá ég hitamaeli og gerdi mér grein fyrir ad hitamaelirinn í mér er vitlaust stilltur um 10 grádur, hitinn er 37 grádur! Nú skil ég hvers vegna mér finnst hitinn vera vid frostmark heima thegar hann er 10 grádur.





Ég ákvad ad fara á milonguna í mollinu sem átti ad hefjast kl. 18 til ad geta líka horft á úrslitaleik evrópukeppninnar. Mollid er grídarstórt og thess vegna átti ég von á ad thurfa ad leita lengi ad milongunni. Ég ákvad ad ganga fyrst í kringum mollid og leitadi ad dyrum sem lítid baeri á og vaeru hardlaestar og med dyrabjöllu sem thyrfti ad hringja og hvísla svo leyniordid -tangó- í dyrasímann svo dyrnar opnudust, en engar slíkar dyr fundust. Thá ákvad ég ad fara inn um adaldyrnar. Ég átti ekki von á ad ég myndi sjá fólk dansandi tangó á göngunum thó ad plássid vaeri ríkulegt, tangófólk í Barcelona er ekki á thví ad sýna óinnvígdum thennan seidandi dans. Ég ákvad fyrst ad leita ad kompu í kjallaranum en thar voru bara bílastaedi. Thá ákvad ég ad fara upp á efstu haed. Thegar thangad var komid fannst mér ég heyra óm af tangótónlist og gekk á hljódid, mikid rétt verid var ad dansa tangó í risastóru diskóteki sem stód afsídis eiginlega á thaki verslunarmidstödvarinnar. Thad voru álíka margir og á mílongunni kvöldid ádur en salurinn virkadi hálftómur vegna staerdar hans. Ég dansadi tvaer töndur en fór svo ad leita ad stad thar sem ég gaeti horft á leikinn.



Ég hafdi spurst fyrir hjá bladasölum og thjónum hvar ég gaeti horft á leikinn en enginn virtist vita thad. Mér thótti thetta skrítid thar sem thad var SPÁNN sem var í úrslitum!!! En svo gerdi ég mér grein fyrir ad thad eru kannski ekki margir Spánverjar í Barcelona, thar búa Katalanar. Ég gekk frá höfninni í átt ad Römblunni, thá maetti ég hópi Spánverja (Spánverjunum 5o sem búa í Barcelona?) og nokkrum Thjódverjum sem veifudu fánum sinna landa og stefndu ad höfninni. Their hljóta ad vera á leidinni thangad sem haegt er ad horfa á leikinn hugsadi ég med mér og ákvad ad slást í hópinn. Í ljós kom ad barinn sem their stefndu á var falinn uppi á thaki mollsins eins og milongan! Ég er sem sé í slagtogi vid tvo minnihlutahópa í Barcelona. Ad leik loknum, sem lauk med sigri Spánverja, gekk ég upp í midbae og undradist ad thad var eins og ekkert hefdi gerst. Engin fagnadarlaeti í midbaenum, enda tví skyldu Katalónar fagna thessum sigri sérstaklega frekar en Íslendingar. Thegar ég kom heim í hverfid mitt var thó annad upp á teninginn. Thar voru fagnadarlaetin mjög mikil og stódu fram á nótt svo varla var svefnfridur. Svo annad hvort búa margir Spánverjar í thessu hverfi eda ad Katalónar voru búnir ad átta sig á ad thetta er líka theirra landslid, enda a.m.k. thrír Katalónar í lidinu.



Í gaer hófst svo alvaran, spaenskunámid. Ég var í 5 tímum hjá 3 kennurum og ad thví loknum skreiddist ég heim úrvinda. Í dag voru tímarnir ekki älveg eins erfidir svo ég hef hugsad mér ad gera eitthvad skemmtilegt í kvöld, svo sem ad fari í vínsmökkun og á milongu.