Prinsessan á púðanum

Táta kom í gær og ætlar að vera okkur til ánægju og skemmtunar um einhvern tíma. Hún hefur áður verið hér í fóstri og var því strax eins og heima hjá sér. Nú hefur yfirráðasvæði hennar aukist frá því sem áður var því fær hún aðgang að vinnuherberginu einnig. Þar inni er rúm fyrir gesti og í því einir 8 púðar. Í dag sáum við að hún búin að ákveða að þarna skyldi hún sofa og þá hafði hún einnig valið sér ákveðinn púða, fínasta púðann á heimilinu, erfðagrip sem Fríða í Haga saumaði!