Komin heim

Við komum heim í fyrrakvöld. Ísland tók á móti okkur með rigningu og þoku og það var ekki fyrr en í gær sem létti til. Það er reyndar ósköp gott að koma heim, en þetta fjögurra vikna frí á Spáni er búið að vera alveg frábært í alla staði, bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Það eina sem brást, var að við fundum engar milongur (tangó), upplýsingar á netinu reyndust vera gamlar. En að öðru leyti voru allar okkar væntingar uppfylltar og meira en það.