Sunday, December 25, 2005

Jóladagsmorgunn

Veðrið er fagurt þennan jóladagsmorgun, kyrrt og sólin skín. Á Hjarðarhaganum byrja jólin þegar kirkjuklukkurnar í Dómkirkjunni hljóma í gegnum útvarpið kl. 18 á aðfangadag. Á Emdrupvej hljómuðu engar kirkjuklukkur heldur litu heimilismenn á veggklukkuna í borðstofunni og sögðu svo hikandi hver við annan, "Nú eru víst jólin komin, gleðileg jól". Enn var klukkustund í að jól hæfust á Íslandi. Klukkan 18 að íslenskum tíma var borðhaldi lokið og sest inn í stofu og þá var kveikt á Rúv og hlustað á dómkirkjuklukkurnar og jólamessuna. Danir taka aðfangadagsköld ekki eins hátíðlega og við. Margt ungt fólk fer í bæinn að skemmta sér og um kvöldið heyrðum við að verið var að sprengja kínverja og skjóta upp flugeldum!

Friday, December 23, 2005

Þorláksmessa



Þá er komið Þorláksmessukvöld, sem Danir kalla Lille juleaften. Samkvæmt hefðinni þá skreytum við jólatréð á Þorláksmessu. Það tók ekki langan tíma í þetta sinn. Engin skata var snædd núna, af tillitssemi nágrannana afþökkuðum við gott boð frá íslenskum gesti að koma með skötu handa okkur.

Við vorum að horfa á sjóvarpsfréttir að heiman þar sem Sigríður Ósk tekur við styrk frá Baugi. Hjartanlega til hamingju Sígríður!!

Thursday, December 15, 2005

jóla...hvað?

Það er víst orðið dálítið langt síðan við skrifuðum síðast. Mér skilst að ég sé alveg hundleiðinleg þessa dagana, sit flestum stundum við tölvuna og blaða í pappírum og bókum, skrifa örfá orð á tölvuna öðru hvoru eða hristi vonleysislega hausinn. Kristinn er hinsvegar kominn í jólaskap og sem betur fer er Freyja líka í jólaskapi í dag og fór með honum í bæinn. Jón Kristján er mjög upptekinn í skólanum og annað kvöld erum við boðin á lokahátíð hjá honum.

Ps. Freyja er núna í eldhúsinu að baka smákökur, það er jólatónlist í græjunum.